Íslenski boltinn

Haukar spila á Hlíðarenda - Mete til Hauka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Hauka síðasta sumar.
Úr leik Hauka síðasta sumar. Mynd/Anton

Úrvalsdeildarlið Hauka mun leika hluta heimaleikja sinna í Pepsi-deildinni næsta sumar á Vodafonevellinum að Hlíðarenda. Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart enda áttu margir von á því að þeir myndu spila sína heimaleiki í Kaplakrika.

Heimavöllur Hauka að Ásvöllum uppfyllir ekki kröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir efstu deild og því urðu Haukar að grípa til þessa ráðs. Þeir ætla samt að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir sumarið og vonast til þess að spila einhverja leiki á sínum heimavelli.

Á blaðamannafundi Hauka í hádeginu var jafnframt tilkynnt að þjálfarinn Andri Marteinsson hefði framlengt samning sinn við félagið um tvö ár.

Varnarmaðurinn Guðmundur Viðar Mete kemur síðan til félagsins frá Val en hann skrifaði einnig undir tveggja ára samning.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×