Íslenski boltinn

Gunnleifur: Vildi strax fara í FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnleifur í leik með HK.
Gunnleifur í leik með HK. Mynd/Vilhelm

Gunnleifur Gunnleifsson segir að fátt annað hafi komið til greina fyrir sig en að ganga til liðs við Íslandsmeistara FH eftir að ljóst varð að hann myndi yfirgefa herbúðir HK.

Gunnleifur skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH en hann hefur verið í herbúðum liðsins frá 2002. Hann var reyndar lánaður til Vaduz í Lichtenstein í upphafi ársins en sneri aftur til HK um mitt sumar.

„Eftir að ég það var ljóst að ég myndi fara frá HK ræddi ég við nokkur félög. Þá kom fátt annað til greina en að fara til FH," sagði Gunnleifur.

„Samningaviðræður mínar við FH tóku ekki langan tíma en félögin þurftu að komast að niðurstöðu um sín mál. Ég er afar þakklátum báðum félögum að þetta tókst fyrir rest," bætti hann við.

Nánar verður rætt við Gunnleif í Fréttablaðinu á morgun.






Tengdar fréttir

Gunnleifur búinn að semja við FH

Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×