Íslenski boltinn

Mwesigwa og Nsumba fara frá ÍBV

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Augustine Nsumba er hættur að spila með ÍBV.
Augustine Nsumba er hættur að spila með ÍBV. Mynd/Daníel

Fram kemur á heimasíðu ÍBV í dag að þeir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba, betur þekktur sem Gústi, hafi verið leystir undan samningi við ÍBV og þeir því væntanlega farnir heim til Úganda.

Mwesigwa var að leika sitt fjórða tímabil með ÍBV í sumar en Gústi var að klára sitt þriðja ár.

Fram kemur í fréttinni að veik staða íslensku krónunnar geri félaginu erfitt fyrir í samningum við erlenda leikmenn.

Mwesigwa lék 67 leiki fyrir ÍBV og skoraði í þeim 2 mörk.  Gústi spilaði 53 leiki fyrir félagið og skoraði 8 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×