Íslenski boltinn

Tommy Nielsen búinn að framlengja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tommy Nielsen, leikmaður FH.
Tommy Nielsen, leikmaður FH. Mynd/Arnþór

Tommy Nielsen hefur framlengt samning sinn við FH í eitt ár til viðbótar en hann hefur verið hjá félaginu síðan 2003.

Tommy hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og einu sinni bikarmeistari. Hann á að baki 138 leiki í báðum keppnum og hefur skorað í þeim ellefu mörk.

Hann er á 37. aldursári en hefur verið í lykilhlutverki í varnarleik FH-inga síðustu ár og verður væntanlega áfram á næsta ári.

Annar danskur FH-ingur, Dennis Siim, verður líklega einnig áfram í herbúðum FH og mun sennilega skrifa undir samning þess efnis á næstu dögum.

Fyrir var FH búið að framlengja samninga við þá Gunnar Sigurðsson, Frey Bjarnason, Pétur Viðarsson og Björn Daníel Sverrisson. Þá hafa þeir Gunnleifur Gunnleifsson og Gunnar Már Guðmundsson gengið til liðs við félagið frá HK og Fjölni.

Þetta staðfesti Pétur Stephensen, framkvæmdarstjóri FH, í samtali við Vísi í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×