Íslenski boltinn

Stefán Logi seldur til Lilleström

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Logi Magnússon í leik með KR.
Stefán Logi Magnússon í leik með KR. Mynd/Arnþór

Norska úrvalsdeildarfélagið Lilleström hefur gengið frá kaupum á á Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR-inga.

Tilkynnt er á heimasíðu Lilleström að Stefán Logi hafi skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

„Stefán hefur sýnt að hann er góður drengur, bæði innan vallar sem utan," sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lilleström. „Hann er 29 ára gamall en á enn möguleika á að bæta sig. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum ferli en hann er ekki útlærður sem markvörður."

Stefán Logi var lánaður til Lilleström í ágúst síðastliðnum og hefur staðið sig mjög vel í marki liðsins síðan þá.

Andre Hansen var á móti lánaður frá Lilleström til KR. Hansen hefur lýst yfir áhuga á að vera áfram hjá KR en óvíst er hvort að það geti orðið að veruleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×