Erlent Sýndu myndband af aftökum Yfirvöld í Serbíu og Svartfjallalandi greindu frá því að þau hefðu handtekið nokkra hermenn sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í þjóðarmorðunum í Srebrenica árið 1995. Sjónvarpsstöðvar í landinu birtu nýlega myndir af því þegar hermennnir tóku sex bosníska múslíma af lífi með því að skjóta þá í bakið. Erlent 2.6.2005 00:01 Evrópulestin farin út af sporinu Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslnanna í Frakklandi og Hollandi boða verulegt bakslag í samrunaferlið í Evrópu. Framundan er nákvæm naflaskoðun og á meðan verður sambandið sett í hlutlausan gír. Erlent 2.6.2005 00:01 Skriður valda tjóni í Kaliforníu Skriða féll á nokkur glæsilegustu húsin á Laguna-strönd í Kaliforníu í gærdag. Enginn lést en fimm menn meiddust lítillega. Hátt í tuttugu hús eru talin algerlega ónýt og nokkur hús til viðbótar skemmdust mikið. Um eitt þúsund manns í um 500 öðrum húsum búa á svæðinu og var fólk látið yfirgefa svæðið í varúðarskyni. Gera má ráð fyrir að um hundruð milljóna króna tjón sé að ræða. Erlent 2.6.2005 00:01 Jörð skelfur á Taívan Öflugur jarðskjálfti reið yfir Taívan á fimmta tímanum í morgun að íslenskum tíma. Skjálftinn mældist sex á Richter. Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki eða skemmdum. Jarðskjálfti sem mældist 7,6 á Richter reið yfir Taívan í september árið 1999 með þeim afleiðingum að 2.400 manns létust. Erlent 2.6.2005 00:01 Velta fyrir sér framtíð ESB Leiðtogar Evrópusambandsríkja eru væntanlega þungt hugsi yfir framtíð bandalagsins eftir að hollenska þjóðin kolfelldi stjórnarská þess í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Erlent 2.6.2005 00:01 Vilja ekki konur á bak við stýrið Pólitískt stormviðri geisar nú í Sádi-Arabíu vegna vangaveltna um hvort rétt sé að leyfa konum að aka bíl. Erlent 2.6.2005 00:01 Spyrja sig um framtíðarstefnu ESB Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gærkvöld að niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá ESB í Hollandi vekti upp spurningar um framtíðarstefnu ESB. Þá tók Jacques Chirac Frakklandsforseti í sama streng. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í Hollandi að staðfestingarferli stjórnarskrárinnar yrði að halda áfram þrátt fyrir að Frakkar og Hollendingar, sem eru meðal stofnþjóða Evrópusambandsins, hefðu hafnað henni. Erlent 2.6.2005 00:01 Smáhveli synda á land í Ástralíu Um 160 smáhveli syntu á land á suðvesturströnd Ástralíu í morgun. Hundruð manna reyna að ýta þeim aftur á haf út, hvort tveggja með handafli og vinnuvélum. ´Tekist hefur að halda þeim öllum á lífi hingað til en mörg berjast mjög fyrir lífi sínu. Ástæða þess að hvalir synda í land er ekki þekkt. Því hefur meðal annars verið haldið fram að ef eitt dýr syndi fyrir slysni í land fylgi hin á eftir í nokkurs konar björgunarleiðangri. Erlent 2.6.2005 00:01 Hátt í 40 manns liggja í valnum Að minnsta kosti 38 létust og yfir fimmtíu særðust í þremur sprengjuárásum í norðurhluta Íraks í gær. Erlent 2.6.2005 00:01 Stækkun ESB haldi áfram Stækkun Evrópusambandsins heldur áfram þrátt fyrir að bæði Hollendingar og Frakkar hafi hafnað stjórnarskrá sambandsins. Þetta segir Olli Rehn sem fer fyrir stækkun Evrópusambandsins. Efasemdir hafa vaknað um hvort að aðildarviðræður við ný ríki muni halda áfram eftir að stjórnarskránni var hafnað í tveimur stórum ríkjum en nú er ljóst að svo verður og eru viðræður við Tyrki og Króata í gangi. Erlent 2.6.2005 00:01 3,5 milljónir þurfa mataraðstoð Rúmlega helmingur íbúar Darfur-héraðs, eða 3,5 milljónir manna, þarf nú á mataraðstoð að halda vegna ástandsins í héraðinu. Frá þessu greinir Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna sem hyggst leita eftir 96 milljónum dollara, um 6,1 milljarði króna, í viðbótarframlög til þess að að aðstoða bágstadda. Erlent 2.6.2005 00:01 Hollendingar segja nei Hollendingar kolfelldu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær og virðast dagar þessa umdeilda plaggs þar með taldir. Erlent 1.6.2005 00:01 Sharon og Abbas hittast 21. júní Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, greindi frá því í dag að hann myndi funda með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu, 21. júní næstkomandi. Í tilkynningu frá forsetanum segir að ísraelskir og palestínskir embættismenn myndu hittast áður og ræða vopnhléið sem leiðtogarnir sömdu um á fyrsta fundi sínum í febrúar í Egyptalandi. Erlent 1.6.2005 00:01 Hollendingar kjósa um stjórnarskrá Hollendingar kjósa í dag um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Kjörstaðir voru opnaðir fyrir hálfri annarri klukkustund og verður lokað klukkan sjö að íslenskum tíma og hálftíma síðar er búist við fyrstu tölum. Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, hvetur landa sína til að sýna stuðning sinn við stjórnarskrána sem hann segir skipta miklu máli við eflingu efnahagslífsins, baráttuna gegn hryðjuverkum sem og fyrir lýðræðið í álfunni. Erlent 1.6.2005 00:01 Sendiráði lokað vegna pakka Sendiráði Indónesíu í Canberra, höfuðborg Ástralíu, var lokað í morgun eftir að því hafði borist grunsamlegur pakki. Grunur leikur á að pakkinn tengist máli ástralskrar konu sem send var í tuttugu ára fangelsi í Indónesíu í vikunni fyrir að flytja inn fjögur kíló af marijúana til Balí en málið vakti reiði meðal Ástrala sem vildu konuna framselda til heimalands síns. Erlent 1.6.2005 00:01 Heilsa rússneskra barna versnar Framtíð Rússlands virðist ekki björt ef marka má orð innanríkisráðherra landsins í dag. Þá greindi hann frá því að heilsa rússneskra barna og unglinga hefði ekki verið verri síðan í síðari heimsstyrjöldinni og að ólæsi ykist hröðum skrefum. Erlent 1.6.2005 00:01 Börn misþyrmdu barni Fimm börn á aldrinum 11-12 ára eru í haldi lögreglunnar í Vestur-Jórvíkurskíri á Englandi, grunuð um að hafa misþyrmt fimm ára dreng hrottalega. Lögregla rannsakar málið sem morðtilraun. Erlent 1.6.2005 00:01 Síðasti naglinn í kistuna Að líkindum ráku Hollendingar stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins náðarhöggið í þjóðaratkvæðagreiðslu sinni í gær. 62 prósent þjóðarinnar höfnuðu sáttmálanum. Erlent 1.6.2005 00:01 Stefnir í að Hollendingar hafni Skoðanakannanir benda til að hollenska þjóðin feti í fótspor þeirrar frönsku og hafni stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Erlent 1.6.2005 00:01 Var óánægður með afskipti Nixons Hulunni hefur verið svipt af þriggja áratuga leyndardómi um hver hinn svonefndi Deep Throat var eða heimildarmaður í Watergate-hneykslinu. Mark Felt, sem var annar í röð æðstu yfirmanna hjá bandarísku alríkislögreglunni, hefur gengist við hlutverkinu. Erlent 1.6.2005 00:01 Réttarhöld yfir Hussein í sumar? Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, gætu hafist innan tveggja mánaða að sögn Jalals Talabanis, núverandi Íraksforseta. Undirbúningur þeirra er í fullum gangi sem felst í að færa sönnur á stríðsglæpi Husseins. Á blaðamannafundi sagðist Talabani þess fullviss að í stjórnartíð sinni hafi Saddam Hussein ráðið yfir gereyðingarvopnum og þau muni koma í leitirnar. Síðustu tvö ár hefur ítarleg leit að þessum vopnum farið fram í Írak án nokkurs árangurs. Erlent 1.6.2005 00:01 Sænsk þota ferst yfir Eystrasalti Sænsk orrustuþota fórst yfir Eystrasalti í morgun. Flugmanninum tókst að skjóta sér út og er hann nú á sjúkrahúsi. Ekki er ljóst hvers vegna þotan fórst. Erlent 1.6.2005 00:01 Aðgerð á hafmeyjubarni vel heppnuð Læknar skildu að fullu fótleggi stúlkubarns sem þjáðist af hafmeyjuheilkenninu svokallaða í aðgerð í Perú í fyrradag. Þeir sögðu að henni lokinni að hún hefði heppnast framar vonum. Lýtalæknar, barnalæknar og hjartalæknar tóku þátt í þessari flóknu aðgerð. Erlent 1.6.2005 00:01 Mikið mannfall í ættbálkadeilum Að minnsta kosti 41 lést og 64 særðust í árás vopnaðra manna á tvö þorp nærri bænum Duekoue á vesturhluta Fílabeinsstrandarinnar í dag. Árásarmennirnir skutu, stungu og kveiktu í fólki, en talið er að um ættbálkadeilur hafi verið að ræða. Talsmaður hersins segir að viðbótarliðsafli á vegum lögreglunnar hafi verið sendur á vettvang, en deilur milli þjóðarbrota á svæðinu hafa staðið í áratugi. Erlent 1.6.2005 00:01 Mótmæltu menntastefnu með stripli Hópur ungra námsmanna hljóp um nakinn nálægt forsetahöllinni í borginni Maníla á Filippseyjum til að mótmæla getuleysi stjórnvalda í menntamálum. Óreiðarlögreglan var þó ekki lengi að stoppa mennina sem voru einungis með sólgleraugu. Ekki er vitað hvaða áhrif þetta mun hafa á menntastefnu landsins en þetta hafði þó áhrif á umferðina sem stöðvaðist um stund. Erlent 1.6.2005 00:01 Flest bendir til höfnunar Hollendingar kjósa í dag um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Jan Peter Balkenende forsætisráðherra hvetur landa sína til að sýna stuðning sinn við stjórnarskrána sem hann segir skipta miklu máli við eflingu efnahagslífsins, baráttuna gegn hryðjuverkum sem og fyrir lýðræðið í álfunni. Þar virðist hann tala fyrir daufum eyrum því skoðanakannanir sýna að 60 prósent Hollendinga muni hafna stjórnarskránni. Erlent 1.6.2005 00:01 Dæmdir fyrir árásir á múslíma Fimm hollenskir táningar hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu og sækja sérstakt námskeið fyrir að hafa kveikt í skóla og mosku múslíma í bænum Uden í Suður-Hollandi. Íkveikjurnar vorum með alvarlegri árásum á múslíma í landinu í kjölfar morðsins á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh í nóvember í fyrra, en hann er talinn hafa verið myrtur af íslamistum vegna gagnrýni sinnar á íslam. Erlent 1.6.2005 00:01 Sýkti fólk óvart af HIV Rauði krossinn í Kanada hefur játað að hafa sýkt yfir eitt þúsund manns af HIV-veirunni og yfir tuttugu þúsund manns af lifrarbólgu C í kringum 1980. Um mistök var að ræða og hefur stofnunin beðist afsökunar. Rauði krossinn verður ekki ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi en hefur þó verið látinn borga yfir 55 milljónir dollara, eða sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, fjölskyldum þeirra sem liðu fyrir þessi alvarlegu mistök. Erlent 1.6.2005 00:01 Handteknir vegna morðs á McCartney Lögreglan á Norður-Írlandi hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Robert McCartney, en talið er að Írski lýðveldisherinn hafi verið þar að verki. McCartney var stunginn til bana utan við krá í janúar og vakti morðið mikla athygli og reiði. Systur hans og unnusta hafa hvergi unnt sér hvíldar og hafa meðal annars aflað sér stuðnings Bush Bandaríkjaforseta, en þær heimsóttu hann í Hvíta húsið, og Evrópuþingsins. Erlent 1.6.2005 00:01 Sjálfsmorðsárás í Kandahar Sjálfsmorðssprenging varð að minnsta kosti tuttugu manns að bana við mosku í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í gær. Sprengingin varð þegar verið var að bera hófsaman múslimaklerk til grafar. Auk þeirra sem létust særðust rúmlega fjörutíu manns. Erlent 1.6.2005 00:01 « ‹ ›
Sýndu myndband af aftökum Yfirvöld í Serbíu og Svartfjallalandi greindu frá því að þau hefðu handtekið nokkra hermenn sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í þjóðarmorðunum í Srebrenica árið 1995. Sjónvarpsstöðvar í landinu birtu nýlega myndir af því þegar hermennnir tóku sex bosníska múslíma af lífi með því að skjóta þá í bakið. Erlent 2.6.2005 00:01
Evrópulestin farin út af sporinu Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslnanna í Frakklandi og Hollandi boða verulegt bakslag í samrunaferlið í Evrópu. Framundan er nákvæm naflaskoðun og á meðan verður sambandið sett í hlutlausan gír. Erlent 2.6.2005 00:01
Skriður valda tjóni í Kaliforníu Skriða féll á nokkur glæsilegustu húsin á Laguna-strönd í Kaliforníu í gærdag. Enginn lést en fimm menn meiddust lítillega. Hátt í tuttugu hús eru talin algerlega ónýt og nokkur hús til viðbótar skemmdust mikið. Um eitt þúsund manns í um 500 öðrum húsum búa á svæðinu og var fólk látið yfirgefa svæðið í varúðarskyni. Gera má ráð fyrir að um hundruð milljóna króna tjón sé að ræða. Erlent 2.6.2005 00:01
Jörð skelfur á Taívan Öflugur jarðskjálfti reið yfir Taívan á fimmta tímanum í morgun að íslenskum tíma. Skjálftinn mældist sex á Richter. Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki eða skemmdum. Jarðskjálfti sem mældist 7,6 á Richter reið yfir Taívan í september árið 1999 með þeim afleiðingum að 2.400 manns létust. Erlent 2.6.2005 00:01
Velta fyrir sér framtíð ESB Leiðtogar Evrópusambandsríkja eru væntanlega þungt hugsi yfir framtíð bandalagsins eftir að hollenska þjóðin kolfelldi stjórnarská þess í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Erlent 2.6.2005 00:01
Vilja ekki konur á bak við stýrið Pólitískt stormviðri geisar nú í Sádi-Arabíu vegna vangaveltna um hvort rétt sé að leyfa konum að aka bíl. Erlent 2.6.2005 00:01
Spyrja sig um framtíðarstefnu ESB Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gærkvöld að niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá ESB í Hollandi vekti upp spurningar um framtíðarstefnu ESB. Þá tók Jacques Chirac Frakklandsforseti í sama streng. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í Hollandi að staðfestingarferli stjórnarskrárinnar yrði að halda áfram þrátt fyrir að Frakkar og Hollendingar, sem eru meðal stofnþjóða Evrópusambandsins, hefðu hafnað henni. Erlent 2.6.2005 00:01
Smáhveli synda á land í Ástralíu Um 160 smáhveli syntu á land á suðvesturströnd Ástralíu í morgun. Hundruð manna reyna að ýta þeim aftur á haf út, hvort tveggja með handafli og vinnuvélum. ´Tekist hefur að halda þeim öllum á lífi hingað til en mörg berjast mjög fyrir lífi sínu. Ástæða þess að hvalir synda í land er ekki þekkt. Því hefur meðal annars verið haldið fram að ef eitt dýr syndi fyrir slysni í land fylgi hin á eftir í nokkurs konar björgunarleiðangri. Erlent 2.6.2005 00:01
Hátt í 40 manns liggja í valnum Að minnsta kosti 38 létust og yfir fimmtíu særðust í þremur sprengjuárásum í norðurhluta Íraks í gær. Erlent 2.6.2005 00:01
Stækkun ESB haldi áfram Stækkun Evrópusambandsins heldur áfram þrátt fyrir að bæði Hollendingar og Frakkar hafi hafnað stjórnarskrá sambandsins. Þetta segir Olli Rehn sem fer fyrir stækkun Evrópusambandsins. Efasemdir hafa vaknað um hvort að aðildarviðræður við ný ríki muni halda áfram eftir að stjórnarskránni var hafnað í tveimur stórum ríkjum en nú er ljóst að svo verður og eru viðræður við Tyrki og Króata í gangi. Erlent 2.6.2005 00:01
3,5 milljónir þurfa mataraðstoð Rúmlega helmingur íbúar Darfur-héraðs, eða 3,5 milljónir manna, þarf nú á mataraðstoð að halda vegna ástandsins í héraðinu. Frá þessu greinir Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna sem hyggst leita eftir 96 milljónum dollara, um 6,1 milljarði króna, í viðbótarframlög til þess að að aðstoða bágstadda. Erlent 2.6.2005 00:01
Hollendingar segja nei Hollendingar kolfelldu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær og virðast dagar þessa umdeilda plaggs þar með taldir. Erlent 1.6.2005 00:01
Sharon og Abbas hittast 21. júní Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, greindi frá því í dag að hann myndi funda með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu, 21. júní næstkomandi. Í tilkynningu frá forsetanum segir að ísraelskir og palestínskir embættismenn myndu hittast áður og ræða vopnhléið sem leiðtogarnir sömdu um á fyrsta fundi sínum í febrúar í Egyptalandi. Erlent 1.6.2005 00:01
Hollendingar kjósa um stjórnarskrá Hollendingar kjósa í dag um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Kjörstaðir voru opnaðir fyrir hálfri annarri klukkustund og verður lokað klukkan sjö að íslenskum tíma og hálftíma síðar er búist við fyrstu tölum. Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, hvetur landa sína til að sýna stuðning sinn við stjórnarskrána sem hann segir skipta miklu máli við eflingu efnahagslífsins, baráttuna gegn hryðjuverkum sem og fyrir lýðræðið í álfunni. Erlent 1.6.2005 00:01
Sendiráði lokað vegna pakka Sendiráði Indónesíu í Canberra, höfuðborg Ástralíu, var lokað í morgun eftir að því hafði borist grunsamlegur pakki. Grunur leikur á að pakkinn tengist máli ástralskrar konu sem send var í tuttugu ára fangelsi í Indónesíu í vikunni fyrir að flytja inn fjögur kíló af marijúana til Balí en málið vakti reiði meðal Ástrala sem vildu konuna framselda til heimalands síns. Erlent 1.6.2005 00:01
Heilsa rússneskra barna versnar Framtíð Rússlands virðist ekki björt ef marka má orð innanríkisráðherra landsins í dag. Þá greindi hann frá því að heilsa rússneskra barna og unglinga hefði ekki verið verri síðan í síðari heimsstyrjöldinni og að ólæsi ykist hröðum skrefum. Erlent 1.6.2005 00:01
Börn misþyrmdu barni Fimm börn á aldrinum 11-12 ára eru í haldi lögreglunnar í Vestur-Jórvíkurskíri á Englandi, grunuð um að hafa misþyrmt fimm ára dreng hrottalega. Lögregla rannsakar málið sem morðtilraun. Erlent 1.6.2005 00:01
Síðasti naglinn í kistuna Að líkindum ráku Hollendingar stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins náðarhöggið í þjóðaratkvæðagreiðslu sinni í gær. 62 prósent þjóðarinnar höfnuðu sáttmálanum. Erlent 1.6.2005 00:01
Stefnir í að Hollendingar hafni Skoðanakannanir benda til að hollenska þjóðin feti í fótspor þeirrar frönsku og hafni stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Erlent 1.6.2005 00:01
Var óánægður með afskipti Nixons Hulunni hefur verið svipt af þriggja áratuga leyndardómi um hver hinn svonefndi Deep Throat var eða heimildarmaður í Watergate-hneykslinu. Mark Felt, sem var annar í röð æðstu yfirmanna hjá bandarísku alríkislögreglunni, hefur gengist við hlutverkinu. Erlent 1.6.2005 00:01
Réttarhöld yfir Hussein í sumar? Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, gætu hafist innan tveggja mánaða að sögn Jalals Talabanis, núverandi Íraksforseta. Undirbúningur þeirra er í fullum gangi sem felst í að færa sönnur á stríðsglæpi Husseins. Á blaðamannafundi sagðist Talabani þess fullviss að í stjórnartíð sinni hafi Saddam Hussein ráðið yfir gereyðingarvopnum og þau muni koma í leitirnar. Síðustu tvö ár hefur ítarleg leit að þessum vopnum farið fram í Írak án nokkurs árangurs. Erlent 1.6.2005 00:01
Sænsk þota ferst yfir Eystrasalti Sænsk orrustuþota fórst yfir Eystrasalti í morgun. Flugmanninum tókst að skjóta sér út og er hann nú á sjúkrahúsi. Ekki er ljóst hvers vegna þotan fórst. Erlent 1.6.2005 00:01
Aðgerð á hafmeyjubarni vel heppnuð Læknar skildu að fullu fótleggi stúlkubarns sem þjáðist af hafmeyjuheilkenninu svokallaða í aðgerð í Perú í fyrradag. Þeir sögðu að henni lokinni að hún hefði heppnast framar vonum. Lýtalæknar, barnalæknar og hjartalæknar tóku þátt í þessari flóknu aðgerð. Erlent 1.6.2005 00:01
Mikið mannfall í ættbálkadeilum Að minnsta kosti 41 lést og 64 særðust í árás vopnaðra manna á tvö þorp nærri bænum Duekoue á vesturhluta Fílabeinsstrandarinnar í dag. Árásarmennirnir skutu, stungu og kveiktu í fólki, en talið er að um ættbálkadeilur hafi verið að ræða. Talsmaður hersins segir að viðbótarliðsafli á vegum lögreglunnar hafi verið sendur á vettvang, en deilur milli þjóðarbrota á svæðinu hafa staðið í áratugi. Erlent 1.6.2005 00:01
Mótmæltu menntastefnu með stripli Hópur ungra námsmanna hljóp um nakinn nálægt forsetahöllinni í borginni Maníla á Filippseyjum til að mótmæla getuleysi stjórnvalda í menntamálum. Óreiðarlögreglan var þó ekki lengi að stoppa mennina sem voru einungis með sólgleraugu. Ekki er vitað hvaða áhrif þetta mun hafa á menntastefnu landsins en þetta hafði þó áhrif á umferðina sem stöðvaðist um stund. Erlent 1.6.2005 00:01
Flest bendir til höfnunar Hollendingar kjósa í dag um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Jan Peter Balkenende forsætisráðherra hvetur landa sína til að sýna stuðning sinn við stjórnarskrána sem hann segir skipta miklu máli við eflingu efnahagslífsins, baráttuna gegn hryðjuverkum sem og fyrir lýðræðið í álfunni. Þar virðist hann tala fyrir daufum eyrum því skoðanakannanir sýna að 60 prósent Hollendinga muni hafna stjórnarskránni. Erlent 1.6.2005 00:01
Dæmdir fyrir árásir á múslíma Fimm hollenskir táningar hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu og sækja sérstakt námskeið fyrir að hafa kveikt í skóla og mosku múslíma í bænum Uden í Suður-Hollandi. Íkveikjurnar vorum með alvarlegri árásum á múslíma í landinu í kjölfar morðsins á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh í nóvember í fyrra, en hann er talinn hafa verið myrtur af íslamistum vegna gagnrýni sinnar á íslam. Erlent 1.6.2005 00:01
Sýkti fólk óvart af HIV Rauði krossinn í Kanada hefur játað að hafa sýkt yfir eitt þúsund manns af HIV-veirunni og yfir tuttugu þúsund manns af lifrarbólgu C í kringum 1980. Um mistök var að ræða og hefur stofnunin beðist afsökunar. Rauði krossinn verður ekki ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi en hefur þó verið látinn borga yfir 55 milljónir dollara, eða sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, fjölskyldum þeirra sem liðu fyrir þessi alvarlegu mistök. Erlent 1.6.2005 00:01
Handteknir vegna morðs á McCartney Lögreglan á Norður-Írlandi hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Robert McCartney, en talið er að Írski lýðveldisherinn hafi verið þar að verki. McCartney var stunginn til bana utan við krá í janúar og vakti morðið mikla athygli og reiði. Systur hans og unnusta hafa hvergi unnt sér hvíldar og hafa meðal annars aflað sér stuðnings Bush Bandaríkjaforseta, en þær heimsóttu hann í Hvíta húsið, og Evrópuþingsins. Erlent 1.6.2005 00:01
Sjálfsmorðsárás í Kandahar Sjálfsmorðssprenging varð að minnsta kosti tuttugu manns að bana við mosku í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í gær. Sprengingin varð þegar verið var að bera hófsaman múslimaklerk til grafar. Auk þeirra sem létust særðust rúmlega fjörutíu manns. Erlent 1.6.2005 00:01