Erlent

Handteknir vegna morðs á McCartney

Lögreglan á Norður-Írlandi hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Robert McCartney, en talið er að Írski lýðveldisherinn hafi verið þar að verki. McCartney var stunginn til bana utan við krá í janúar og vakti morðið mikla athygli og reiði. Systur hans og unnusta hafa hvergi unnt sér hvíldar og hafa meðal annars aflað sér stuðnings Bush Bandaríkjaforseta, en þær heimsóttu hann í Hvíta húsið, og Evrópuþingsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×