Erlent

Stækkun ESB haldi áfram

Stækkun Evrópusambandsins heldur áfram þrátt fyrir að bæði Hollendingar og Frakkar hafi hafnað stjórnarskrá sambandsins. Þetta segir Olli Rehn sem fer fyrir stækkun Evrópusambandsins. Efasemdir hafa vaknað um hvort að aðildarviðræður við ný ríki muni halda áfram eftir að stjórnarskránni var hafnað í tveimur stórum ríkjum en nú er ljóst að svo verður og eru viðræður við Tyrki og Króata í gangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×