Erlent

Börn misþyrmdu barni

Fimm börn á aldrinum 11-12 ára eru í haldi lögreglunnar í Vestur-Jórvíkurskíri á Englandi, grunuð um að hafa misþyrmt fimm ára dreng hrottalega. Lögregla rannsakar málið sem morðtilraun. Litli drengurinn fannst á þriðjudagskvöldið með alvarlega áverka á hálsi og svo virðist sem reynt hafi verið að hengja hann eða kyrkja. Hann var fluttur á sjúkrahús en var útskrifaður í gær, að sögn BBC.. Tvær stúlkur eru á meðal hinna handteknu en talið er að í það minnsta tveir tengist málinu til viðbótar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×