Erlent

Sendiráði lokað vegna pakka

Sendiráði Indónesíu í Canberra, höfuðborg Ástralíu, var lokað í morgun eftir að því hafði borist grunsamlegur pakki. Grunur leikur á að pakkinn tengist máli ástralskrar konu sem send var í tuttugu ára fangelsi í Indónesíu í vikunni fyrir að flytja inn fjögur kíló af marijúana til Balí en málið vakti reiði meðal Ástrala sem vildu konuna framselda til heimalands síns. Þeirri beiðni var hafnað. Pakkinn verður rannsakaður í dag og verður sendiráðið eflaust opnað aftur fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×