Erlent

Hollendingar kjósa um stjórnarskrá

Hollendingar kjósa í dag um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Kjörstaðir voru opnaðir fyrir hálfri annarri klukkustund og verður lokað klukkan sjö að íslenskum tíma og hálftíma síðar er búist við fyrstu tölum. Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, hvetur landa sína til að sýna stuðning sinn við stjórnarskrána sem hann segir skipta miklu máli við eflingu efnahagslífsins, baráttuna gegn hryðjuverkum sem og fyrir lýðræðið í álfunni. Sem kunnugt er höfnuðu Frakkar stjórnarskránni með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×