Erlent

Sýkti fólk óvart af HIV

Rauði krossinn í Kanada hefur játað að hafa sýkt yfir eitt þúsund manns af HIV-veirunni og yfir tuttugu þúsund manns af lifrarbólgu C í kringum 1980. Um mistök var að ræða og hefur stofnunin beðist afsökunar. Rauði krossinn verður ekki ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi en hefur þó verið látinn borga yfir 55 milljónir dollara, eða sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, fjölskyldum þeirra sem liðu fyrir þessi alvarlegu mistök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×