Erlent

Mótmæltu menntastefnu með stripli

Hópur ungra námsmanna hljóp um nakinn nálægt forsetahöllinni í borginni Maníla á Filippseyjum til að mótmæla getuleysi stjórnvalda í menntamálum. Óreiðarlögreglan var þó ekki lengi að stoppa mennina sem voru einungis með sólgleraugu. Ekki er vitað hvaða áhrif þetta mun hafa á menntastefnu landsins en þetta hafði þó áhrif á umferðina sem stöðvaðist um stund. Lögregla var þó ekki lengi að koma henni af stað á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×