Erlent

Heilsa rússneskra barna versnar

Framtíð Rússlands virðist ekki björt ef marka má orð innanríkisráðherra landsins í dag. Þá greindi hann frá því að heilsa rússneskra barna og unglinga hefði ekki verið verri síðan í síðari heimsstyrjöldinni og að ólæsi ykist hröðum skrefum. Meðal þess sem fjölgmörg rússnesk börn glíma við eru heimilisleysi, eiturlyf og áfengisfíkn en ráðherrann greindi frá því að að minnsta kosti 700 þúsund börn væru annaðhvort munaðarlaus eða án heimilis og um fjórar milljónir neyttu eituryfja. Þá eru tvær milljónir barna ólæsar, en á tímum Sovétríkjanna stærðu yfirvöld sig af því að nánast allir íbúar landsins væru læsir. Við þetta bætist að HIV-smituðum fjölgar einna hraðast í Rússlandi, en það er m.a. tengt aukinni eiturlyfjaneyslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×