Erlent

3,5 milljónir þurfa mataraðstoð

Rúmlega helmingur íbúar Darfur-héraðs, eða 3,5 milljónir manna, þarf nú á mataraðstoð að halda vegna ástandsins í héraðinu. Frá þessu greinir Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna sem hyggst leita eftir 96 milljónum dollara, um 6,1 milljarði króna, í viðbótarframlög til þess að að aðstoða bágstadda. Stofnunin gerði ráð fyrir því í upphafi árs að í mesta lagi 2,8 milljónir manna myndu þurfa á hjálp að halda á árinu en sú tala hefur nú heldur betur hækkað. Ástæðan fyrir því er sú ástandið í landinu heldur áfram að vera ótryggt. Bændur hafa ekki sáð í akra sína og því er engin uppskera og þá þora konur ekki að yfirgefa þorp sín til þess að sækja mat og eldivið af ótta við árásir vígamanna. Tvær milljónir af hinum þurfandi eru í flóttamannabúðum í héraðinu en fólkið hefur flúið heimili sín vegna átaka uppreisnarmanna og sveita hliðhollum ríkisstjórn Súdans síðastliðin tvö ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×