Erlent

Jörð skelfur á Taívan

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Taívan á fimmta tímanum í morgun að íslenskum tíma. Skjálftinn mældist sex á Richter. Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki eða skemmdum. Jarðskjálfti sem mældist 7,6 á Richter reið yfir Taívan í september árið 1999 með þeim afleiðingum að 2.400 manns létust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×