Erlent

Réttarhöld yfir Hussein í sumar?

Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, gætu hafist innan tveggja mánaða að sögn Jalals Talabanis, núverandi Íraksforseta. Undirbúningur þeirra er í fullum gangi sem felst í að færa sönnur á stríðsglæpi Husseins. Á blaðamannafundi sagðist Talabani þess fullviss að í stjórnartíð sinni hafi Saddam Hussein ráðið yfir gereyðingarvopnum og þau muni koma í leitirnar. Síðustu tvö ár hefur ítarleg leit að þessum vopnum farið fram í Írak án nokkurs árangurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×