Erlent

Dæmdir fyrir árásir á múslíma

Fimm hollenskir táningar hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu og sækja sérstakt námskeið fyrir að hafa kveikt í skóla og mosku múslíma í bænum Uden í Suður-Hollandi. Íkveikjurnar vorum með alvarlegri árásum á múslíma í landinu í kjölfar morðsins á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh í nóvember í fyrra, en hann er talinn hafa verið myrtur af íslamistum vegna gagnrýni sinnar á íslam.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×