Erlent

Blair fer til fundar við Bush

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flaug til fundar við George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær. Meðal þess sem efst verður á dagskrá viðræðna þeirra eru útgjöld til þróunarmála í Austur-Afríku, en Blair er í mikið í mun að eyða ágreiningi um það mál áður en leiðtogafundur G8-hópsins hefst í Skotlandi síðar í þessum mánuði.

Erlent

Níræð kona barði þjóf

Katherine Woodworth, 91 árs gömul kona, barði töskuþjóf með innkaupapoka sínum og hrakti á endanum á flótta á bílastæði verslunar í Toledo í Bandaríkjunum um helgina. "Ég var ekki með heyrnartækið og vissi í fyrstu ekki hvað hann sagði," sagði hún.

Erlent

Vilja að trúarleiðtogar hafi áhrif

Trúrækni skilur á milli Bandaríkjamanna og sumra af nánustu bandamönnum þeirra. Bandaríkjamenn eru mun afdráttarlausari í trú sinni á guð og styðja það að blanda saman trúarbrögðum og stjórnmálum í mun ríkari mæli en fólk í öðrum löndum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem AP-fréttastofan lét gera.

Erlent

Norðmenn fagna sambandsslitum

Norðmenn fagna því í dag, 7. júní, að nákvæmlega hundrað ár eru liðin frá því norska Stórþingið samþykkti formlega sambandsslitin við Svíþjóð. Mikið er um hátíðarhöld í Osló, höfuðborg Noregs, í tilefni af tímamótunum og fara meðal annars fram stórtónleikar helstu hljómsveita og listamanna landsins á torginu fyrir framan ráðhús borgarinnar.

Erlent

Sýkna í pyntingarmáli í Líbíu

Níu líbískir lögreglumenn og einn læknir voru í gær sýknaðir af ákæru um að hafa náð fram með pyntingum játningu fimm búlgarskra hjúkrunarkvenna. Þær voru sakaðar um að hafa viljandi smitað 430 börn með alnæmisvírusnum og voru ásamt palestínskum lækni dæmd til dauða.

Erlent

Forseti Bólivíu býður uppsögn

Carlos Mesa, forseti Bólivíu hefur sagt af sér eftir að mörg hundruð manns lömuðu daglegt líf í höfuðborginni La Paz á mánudaginn með uppþotum og tilraunum til að umkringja forsetahöllina.

Erlent

Hálshöggnir fyrir morð

Tveir Jemenar voru í dag teknir af lífi í Sádi-Arabíu fyrir að hafa drepið konu. Mennirnir voru hálshöggnir í Asir-héraði í suðurhluta landsins en þeir voru sakfelldir fyrir að hafa bundið konuna og kyrkt hana í ránsferð inn á heimili hennar. Alls hafa 44 verið teknir af lífi í arabaríkinu það sem af er árinu, fjórum fleiri en allt árið í fyrra.

Erlent

Fordæmdi hjónabönd samkynhneigðra

Hjónabönd samkynhneigðra eru gervihjónabönd, fóstureyðingar á að banna og takmarkanir skulu vera á frjósemisaðgerðum. Þannig hljóma skilaboð páfa til heimsbyggðarinnar.

Erlent

Sprengjuhótun í sænskum banka

Rýma þurfti allstórt svæði í miðborg Gautaborgar í gærmorgun eftir að sprengjuhótun barst í banka þar í borg. Maður gekk inn í bankann og hafði í hótunum við starfsfólk og sagðist hafa búið þannig um hnútana að hann gæti sprengt allan bankann í loft upp ef ekki yrði farið að kröfum hans.

Erlent

Linnulausar árásir í Írak í morgun

Að minnsta kosti nítján biðu bana í fimm sjálfsmorðsárásum í Írak í morgun og meira en 40 særðust. Fjórar árásanna voru í bænum Hawija nærri olíuborginni Kirkuk en fimmta árásin varð í Bagdad.

Erlent

Mannskætt umferðarslys í Úganda

Að minnsta kosti 30 ferðmenn frá Rúanda létust þegar rúta á leið til Kenía og flutningabíll rákust saman í suðurhluta Úganda í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu á svæðinu að 20 hafi lifað slysið af en að meirihluti þeirra sé mjög alvarlega slasaður. Tildrög slyssins eru ókunn en vegarkerfið í Úganda er sagt mjög bágborið.

Erlent

Sýknaðir af ákæru um pyntingar

Líbískur dómstóll sýknaði í dag níu lögreglumenn og lækni sem sakaðir voru um að þvinga fimm búlgarskar hjúkrunarkonur til þess að játa að hafa að þær hefðu viljandi smitað á fimmta hundrað barna af HIV-veirunni á sjúkrahúsi í Líbíu. Hjúkrunarkonurnar hafa ásamt palestínskum lækni verið dæmd til dauða fyrir verknaðinn en þau hafa setið í fangelsi í Líbíu í sex ár vegna hans.

Erlent

Herþota brolenti í íbúðahverfi

Einn lést og fjórir særðust þegar herþota brotlenti í úthverfi Dhaka, höfuðborgar Bangladess, í morgun. Eldurinn í flakinu breiddist út til húsa í kring og brunnu sex hús til kaldra kola af þeim sökum. Flugmanninum tókst hins vegar að skjóta sér út úr flugvélinni áður en hún brotlenti og slapp hann ómeiddur, en ekki er ljóst hvað olli því að vélin hrapaði.

Erlent

Fjöldabrúðkaup í Aceh-héraði

Mikil hátíðahöld voru í flóttamannabúðum í Aceh-héraði í Indónesíu í gær, þegar tuttugu og þrjú pör, á aldrinum 22 til 63 ára, gengu í það heilaga.

Erlent

Neysla samkvæmt læknisráði saknæm

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að leyfilegt væri að sækja þá sjúklinga í landinu til saka sem reyktu kannabisefni samkvæmt læknisráði. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum enda vandséð hvort sakfelling vegna neyslu á kannabisefnum í lækningaskyni sé brot á alríkislögum.

Erlent

Rannsakar ásakanir um stríðsglæpi

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hóf í dag formlega rannsókn á ásökunum um stríðsglæpi í Darfur-héraði, en þar hafa hátt í 200 þúsund manns látist í átökum sem staðið hafa í rúm tvö ár. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í mars síðastliðnum að vísa málinu til dómstólsins en honum er ætlað að rannsaka ásakanir um þjóðarmorð og alvarleg mannréttindabrot.

Erlent

Gerðu 230 kg af kókaíni upptæk

Spænsk yfirvöld gerðu á dögunum tæplega 230 kíló af kókaíni upptæk og leystu í kjölfarið upp þýskan eiturlyfjahring sem starfað hefur á Costa del Sol á Spáni og smyglaði dópi frá Suður-Ameríku til Evrópu.

Erlent

Adolfo Zinser deyr í bílslysi

Fyrrverandi sendiherra Mexíkós hjá Sameinuðu þjóðunum, Adolfo Aguilar Zinser, lést í bílslysi í heimalandi sínu í gær. Zinser var þekktur fyrir andstöðu sína við innrás Bandaríkjanna í Írak. Þá gegndi hann einnig stöðu öryggisráðgjafa Mexíkós en hann var sendiherra til ársins 2003.

Erlent

Segir fangabúðir um víða veröld

Fangabúðir Bandaríkjamanna á Guantanamo-flóa við Kúbu er aðeins eitt af mörgum leynilegum fangelsum þeirra víðs vegar um veröldina. Þar er mönnum er haldið, þeir beittir misrétti og jafnvel teknir af lífi án dóms og laga. Þessu heldur yfirmaður Bandaríkjadeildar Amnesty International fram.

Erlent

Ísraelar uggandi vegna Hizbollah

Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sigruðu með yfirburðum í öðrum hluta líbönsku þingkosninganna á sunnudag. Sigurinn veldur Ísraelum talsverðu hugarangri.

Erlent

Súdanar ekki sendir utan

Súdönsk stjórnvöld ítrekuðu þá stefnu sína í dag súdanskir borgarar yrðu ekki sendir utan til þess að hægt væri að rétta yfir þeim vegna meintra stríðsglæpa í Darfur-héraði. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar frétta af því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefði hafið í dag formlega rannsókn á ásökunum um stríðsglæpi í héraðinu.

Erlent

Snarpur skjálfti í Tyrklandi

Jarðskjálfti upp á 5,7 á Richter varð í Tyrklandi í morgun. Upptök hans voru í Bingol-héraði. Ekki er vitað til að nokkur hafi látist í skjálftanum en vitað er að níu manns slösuðust þegar hrundi úr húsum. Fyrir tveimur árum varð öflugur jarðskjálfti í héraðinu og þá dóu 160 manns.

Erlent

Óvenjuleg handtaka

Bandarískur lögreglumaður á frívakt lenti í þeirri undarlegu aðstöðu að mæta sínum eiginn bíl sem hafði verið stolið frá honum nokkru áður.

Erlent

Stríðsglæpadómstóll skoðar Darfur

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag tilkynnti í gær að hann hygðist rannsaka ásakanir um stríðsglæpi í Darfur-héraði í Súdan. Súdönsk stjórnvöld ætla ekki að vinna með starfsmönnum dómstólsins.

Erlent

Óttast frekari flóð í Kína

Alls hafa 204 látist og yfir 80 er saknað eftir mikil flóð í suðurhluta Kína undanfarna daga. Hundruð þúsunda manna á svæðinu hafa yfirgefið heimili sín af ótta við að ástandið versni en síðan á föstudag hefur rignt nánast stanslaust. Mörg þorp hafa nánast þurrkast út og áætlar ríkisstjórnin að fjárhagslegt tjón sé um 20 milljarðar íslenskra króna.

Erlent

Segir ekkert að stjórnarskrá ESB

Það er ekkert að evrópsku stjórnarskránni að mati eins reyndasta utanríkismálasérfræðings Þýskalands. Volker Rühe telur helst að stytta þyrfti stjórnarskrána en að andstaðan sé ekki efnisleg.

Erlent

Líkamslenging vinsæl í Kína

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar hér á landi eru augnlokaaðgerðir, brjóstastækkanir og fitusog. Í Kína eru það hins vegar sársaukafullar aðgerðir, sem lengja fólk, sem njóta æ meiri vinælda.

Erlent

Réttarhöld innan tveggja mánaða

Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, munu að öllum líkindum hefjast innan tveggja mánaða en einræðisherrann fyrrverandi gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann sakfelldur. Saddam er meðal annars ákærður fyrir eiturefnaárás á kúrdíska þorpið Halabja 1988, fjöldamorð er hann barði niður uppreisn sjíta árið 1991 og innrásina í Kúveit 1990.

Erlent

Danir vilja veiða hvali

Danir vilja fá leyfi til að stunda hvalveiðar í atvinnuskyni og hugsa þá sérstaklega til Grænlands og Færeyja. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur bannað hvalveiðar í atvinnuskyni frá árinu 1986 en Danir ætla nú fyrstir þjóða að taka málefnið upp innan Evrópuþingsins.

Erlent

Allt í rusli í Aþenu

Illdeilur um urðunarstað hafa orðið til þess að sorpi hefur ekki verið safnað í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í heila viku. Lyktin af sorpinu er stæk enda hefur það rotnað hratt í sumarhitunum.

Erlent