Erlent

Sprengjuhótun í sænskum banka

Rýma þurfti allstórt svæði í miðborg Gautaborgar í gærmorgun eftir að sprengjuhótun barst í banka þar í borg. Maður gekk inn í bankann og hafði í hótunum við starfsfólk og sagðist hafa búið þannig um hnútana að hann gæti sprengt allan bankann í loft upp ef ekki yrði farið að kröfum hans. Lögregla rýmdi stórt svæði umhverfis bankann og réðist síðan til inngöngu og yfirbugaði manninn. Í ljós kom að engin sprengja var í húsinu en þónokkurn tíma tók að koma allri starfsemi í samt lag í hverfinu. Enginn skaðaðist en fjöldi fólks var eðlilega skelkað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×