Erlent

Súdanar ekki sendir utan

Súdönsk stjórnvöld ítrekuðu þá stefnu sína í dag súdanskir borgarar yrðu ekki sendir utan til þess að hægt væri að rétta yfir þeim vegna meintra stríðsglæpa í Darfur-héraði. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar frétta af því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefði hafið í dag formlega rannsókn á ásökunum um stríðsglæpi í héraðinu. Dómstóllin hefur undir höndum lista yfir 51 mann sem sakaður er um stríðsglæpi í héraðinu. Mennirnir hafa ekki verið nafngreindir en talið er að þeirra á meðal séu háttsettir menn innan Súdanstjórnar og súdanska hersins auk leiðtoga uppreisnarmanna. Hátt í 200 þúsund manns hafa látist og um tvær milljónir eru á vergangi vegna átaka sem staðið hafa í rúm tvö ár milli uppreisnarmanna og arabískra vígamanna hliðhollum stjórnvöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×