Erlent

Óttast frekari flóð í Kína

Alls hafa 204 látist og yfir 80 er saknað eftir mikil flóð í suðurhluta Kína undanfarna daga. Hundruð þúsunda manna á svæðinu hafa yfirgefið heimili sín af ótta við að ástandið versni en síðan á föstudag hefur rignt nánast stanslaust. Mörg þorp hafa nánast þurrkast út og áætlar ríkisstjórnin að fjárhagslegt tjón sé um 20 milljarðar íslenskra króna. Björgunaraðgerðir hafa gengið brösulega þar sem tækjabúnaður hefur ekki verið nógur en mestu skiptir að koma fólki á öruggan stað. Rigningartímabilið í Kína er hafið og óttast menn að flóðin eigi eftir að versna á komandi dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×