Erlent

Neysla samkvæmt læknisráði saknæm

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að leyfilegt væri að sækja þá sjúklinga í landinu til saka sem reyktu kannabisefni samkvæmt læknisráði. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum enda vandséð hvort sakfelling vegna neyslu á kannabisefnum í lækningaskyni sé brot á alríkislögum. Andstæðingar bannsins segja þetta vonbrigði enda hafi borgurum ríkjanna verið veitt aukin réttindi á síðustu árum. Miklu nær hefði verið að berjast gegn skotvopnaeign og ofbeldi en þeim sem rækta kannabisefni í litlu magni í lækningaskyni til eigin nota, en margir læknar segja það hafa reynst vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×