Erlent

Danir vilja veiða hvali

Danir vilja fá leyfi til að stunda hvalveiðar í atvinnuskyni og hugsa þá sérstaklega til Grænlands og Færeyja. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur bannað hvalveiðar í atvinnuskyni frá árinu 1986 en Danir ætla nú fyrstir þjóða að taka málefnið upp innan Evrópuþingsins. Málið hefur valdið miklum deilum í Danmörku og vill Evrópuþingmaðurinn Dan Jørgensen úr Jafnaðarmannaflokknum meina að það væri mjög neyðarlegt fyrir Dani að halda málinu til streitu, hvalveiðar séu í eðli sínu ill meðferð á dýrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×