Erlent

Allt í rusli í Aþenu

Illdeilur um urðunarstað hafa orðið til þess að sorpi hefur ekki verið safnað í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í heila viku. Lyktin af sorpinu er stæk enda hefur það rotnað hratt í sumarhitunum. Kveikja deilunnar er áform ríkisstjórnarinnar um að sturta hálfunnu skolpi ofan í skurði á sorpurðunarstað í einu úthverfa borgarinnar. Því vildi hverfisstjórnin hins vegar ekki una og lokaði staðnum. Heilbrigðisyfirvöld óttast að sjúkdómar geti breiðst út af völdum sóðaskaparins sem ruslinu fylgir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×