Erlent Sex létust í fjölskylduharmleik Örvinglaður eiginmaður myrti fimm úr fjölskyldu sinni og svipti sig svo lífi í Rheinfelden í Suðvestur-Þýskalandi í gær. Frá þessu greindi lögregla þar í bæ í dag. Svo virðist sem yfirvofandi skilnaður mannsins og konu hans hafi leitt til þess að hann réðst inn á sitt gamla heimili og skaut bæði foreldra sína, tvö börn og loks eiginkonu áður en hann skaut sjálfan sig. Erlent 1.5.2005 00:01 Réttað verði líka yfir ráðamönnum Sir Michael Boyce, sem var yfirmaður breska hersins þegar Íraksstríðið hófst, segir í viðtali við dagblaðið <em>Observer</em> í dag að verði breskir hermenn, þar á meðal hann sjálfur, dregnir fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn vegna Íraksstríðsins verði breskir ráðamenn þar líka. Boyce fór fram á ítarlegar lagalegar tryggingar stjórnvalda fyrir réttmæti stríðsins áður en það hófst og nú segist hann hafa gert það til þess að tryggja sig kæmi til dómsmáls. Erlent 1.5.2005 00:01 Slepptu um 80 föngum í Afganistan Bandaríkjamenn hafa sleppt rúmlega 80 afgönskum föngum í Afganistan, en sumir þeirra hafa verið í haldi í rúm tvö ár. Með þessu vonast Bandaríkjamenn til að sannfæra uppreisnarmenn úr röðum talibana um að hætta árásum á bæði bandarísk og afgönsk skotmörk. Þetta er í annað sinn á árinu sem Bandaríkjamenn sleppa föngum úr herfangelsum sínum í Afganistan, en í janúar var svipuðum fjölda sleppt. Erlent 1.5.2005 00:01 Vildu Saddam frá löngu fyrir stríð Tony Blair og George Bush voru staðráðnir í að bola Saddam Hussein frá völdum níu mánuðum fyrir upphaf stríðsins í Írak hið minnsta. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var í breska fjölmiðla og þeir birta í dag. Upplýsingarnar þykja til þess fallnar að valda Tony Blair enn frekari vanda síðustu daga kosningabaráttunnar í Bretlandi og benda enn fremur til þess að hann hafi ekki sagt satt í aðdraganda stríðsins. Erlent 1.5.2005 00:01 Aðþrengd eiginkona í Hvíta húsinu Aðþrengd eiginkona truflaði eiginmann sinn gróflega í gærkvöldi þegar hann ætlaði að segja sama gamla brandarann í enn eitt skiptið. Þetta teldist tæpast til tíðinda væri eiginkonan sem um ræðir ekki Laura Bush, eiginkona Bush Bandaríkjaforseta. Erlent 1.5.2005 00:01 Minntust frelsunar úr Dachau Þess var minnst í dag að 60 ár eru frá því að bandarískar hersveitir frelsuðu fólk sem haldið var í útrýmingarbúðunum í Dachau í Suður-Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni. Fyrrverandi fangar í búðunum voru á meðal um 2500 manna sem minntust einnig þeirra ríflega 30 þúsund manna sem léstu í búðunum. Erlent 1.5.2005 00:01 Stríðsákvarðanir teknar árið 2002? Tony Blair og George Bush voru staðráðnir í að bola Saddam Hussein frá völdum níu mánuðum fyrir upphaf stríðsins í Írak hið minnsta. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var í breska fjölmiðla og þeir birta í dag. Erlent 1.5.2005 00:01 NATO ekki vörður Evrópu Sameiginleg öryggis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins, sem nú er í mótun, er fyrst og fremst "svar við brýnni þörf" þar sem Atlantshafsbandalagið getur ekki verið "vörður Evrópu". Þetta kom fram í erindi sem Frederic Baleine du Laurens, sérfræðingur um öryggismál í franska utanríkisráðuneytinu, hélt í Háskóla Íslands. Erlent 1.5.2005 00:01 Handtökur vegna hryðjuverka Egypska lögreglan handtók tímabundið um tvö hundruð manns í gær í heimabæjum þriggja manneskja sem sprengdu sprengju og skutu á langferðabíl á ferðamannastöðum í og nærri Kaíró á laugardag. Að sögn lögreglu var með handtökunum verið að safna upplýsingum um fólkið vegna rannsóknar á hryðjuverkasamtökum á þessum slóðum. Erlent 1.5.2005 00:01 Ástrala rænt í Írak Uppreisnarmenn í Írak hafa rænt áströlskum ríkisborgara, en myndband með honum barst fréttastofum á svæðinu í dag. Á myndbandinu segist maðurinn heita Douglas Wood, búa í Kaliforníu og vera giftur bandarískir konu. Þá biður hann bandarísk, bresk og áströlsk stjórnvöld að bjarga lífi sínu með því að kalla herlið sín heim frá Írak. Erlent 1.5.2005 00:01 Grunsemdir um eldflaugarskot Suður-kóresk stjórnvöld gruna Norður-Kóreumenn um að hafa skotið á loft skammdrægri eldflaug í gærmorgun, en suður-kóreska leyniþjónustan var síðla dags enn að vinna í því að afla staðfestingar á fréttinni. Fregnir hermdu að flaugin hefði lent í Japanshafi. Erlent 1.5.2005 00:01 Tugir Íraka falla í tilræðum Uppreisnarmenn í Írak héldu í gær áfram árásum til að bjóða nýmyndaðri ríkisstjórn landsins birginn. Tuttugu Írakar, flestir Kúrdar, biðu bana og minnst 30 særðust síðdegis í bílsprengjutilræði í útför í Kirkuk í norðurhluta landsins. Fyrr um daginn höfðu tíu Írakar látið lífið og á þriðja tug særst í sprengju- og skotárásum. Erlent 1.5.2005 00:01 Handtók 200 manns vegna árása Lögregla í Egyptalandi hefur tekið 200 manns til yfirheyrslu í tengslum við tvær árásir á ferðamenn í höfuðborginni Kaíró í gær. Fólkinu var safnað saman í verkamannahéraði skammt norður af Kaíró, en þar bjuggu maður og tvær konur sem gerðu árásirnar tvær í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp nærri þjóðminjasafninu í Kaíró með þeim afleiðingum að þrír Egyptar og fjórir erlendir ferðamenn slösuðust. Erlent 1.5.2005 00:01 Nærri 100 handteknir í Þýskalandi Til átaka kom á milli lögreglu og fólks í kröfugöngum í þýsku borgunum Berlín og Leipzig í dag og nótt vegna baráttudags verkalýðsins. Alls voru tæplega hundrað manns handteknir. Lögregla í Leipzig þurfti að nota vatnsslöngur á hóp fólks af vinstri vængnum sem reyndi að stöðva göngu hægriöfgamanna, en alls voru 30 vinstrimenn handteknir í óeirðunum. Erlent 1.5.2005 00:01 Norskri vél hlekktist á í lendingu Norskri flugvél hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Hammerfest í dag með þeim afleiðingum að hjólabúnaðurinn brotnaði og neyddust flugmennirnir því til að búklenda vélinni. Hvasst var á svæðinu þegar flugvélin flaug inn til lendingar og því ákvað flugstjóri vélarinnar að hætta við að lenda rétt áður en hjólin snertu jörðina. Erlent 1.5.2005 00:01 Ungfrú risavaxin valin í Taílandi Taílendingar senda hefðbundnum fegurðarsamkeppnum langt nef því í dag fór fram keppnin Miss Jumbo Queen sem mætti útleggja á íslensku Ungfrú risavaxin. Eins og nafnið bendir til tóku aðeins stórvaxnar konur þátt í keppninni og þurftu þær að vera yfir 80 kíló að þyngd til að fá að vera með. Megintilgangur keppninnar var þó að safna fé og vekja fólk til umhugsunar um minnkandi fílastofn þar í landi enda fór keppnin fram í fílagarði skammt frá höfuðborginni Bangkok. Erlent 1.5.2005 00:01 Hafði fengið viðvaranir fyrir slys Japanska lestarfyrirtækið sem rak lestina sem þeyttist út af teinunum í vikunni með þeim afleiðingum að yfir hundrað týndu lífi fékk alvarlegar viðvaranir frá stjórnvöldum í mars síðastliðnum. Japönsk yfirvöld gerðu athugasemdir við að lestir fyrirtækisins brunuðu fram hjá lestarstöðvum. Það gerðist einmitt skömmu áður en lestarslysið varð. Erlent 1.5.2005 00:01 Kröfugöngur og Castro-ræður Milljónir launþega, frá Tókýó til Havana og um alla Evrópu, tóku í gær þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Erlent 1.5.2005 00:01 Handteknir vegna morðsins á Hassan Írakskar og bandarískar hersveitir handtóku í dag ellefu uppreisnarmenn í Írak í áhlaupi á felustað þeirra, en nokkrir uppreisnarmannanna er taldir tengjast morðinu á breska hjálparstarfsmanninum Margaret Hassan. Ráðist var gegn uppreisnarmönnunum í bænum Madain suðaustur af Bagdad, en þar hefur verið róstusamt að undanförnu. Erlent 1.5.2005 00:01 Birtist í fyrsta sinn í páfaíbúð Benedikt sextándi páfi birtist í fyrsta sinn í glugga íbúðar sinnar í Vatíkaninu í dag og blessaði þau rúmlega fjörutíu þúsund sem safnast höfðu saman á Péturstorginu til að hlýða á ávarp hans. Benedikt fylgdi þannig þeirri hefð Jóhannesar Páls annars að ávarpa lýðinn úr íbúð sinni. Í ávarpi sínu hvatti páfi m.a. til að endi yrði bundinn á átök í Afríkuríku Tógó en þar hefur verið róstusamt í kjölfar umdeildra kosninga. Erlent 1.5.2005 00:01 Má ekki fara í fóstureyðingu Dómstóll í Flórída í Bandaríkjunum hefur meinað þrettán ára gamalli stúlku að fara í fóstureyðingu á þeim grundvelli að hana skorti þroska til að taka slíka ákvörðun. Stúlkan er komin þrjá mánuði á leið og hugðist láta eyða fóstrinu á þriðjudaginn var en barnaverndaryfirvöld fóru með málið fyrir dómstóla og héldu því fram að stúlkan, sem er á framfæri ríkisins, væri of ung og óþroskuð til þess að taka upplýsta ákvörðun í málinu. Erlent 30.4.2005 00:01 Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, en henni var synjað um fjárstuðning frá utanríkisráðuneytinu í vikunni. Í ályktuninni hvetur stjórn BRSB stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjárstuðning við Mannréttindaskrifstofuna og tryggja henni traustan starfsgrundvöll. Erlent 30.4.2005 00:01 Einn lést í sprengingu í Kaíró Einn lést og sjö særðust í sprengingu nærri þjóðminjasafninu í Kaíró í Egyptalandi í dag. Hinn látni var Egypti og það voru þrír hinna slösuðu líka en hinir fjórir voru ferðamenn, tveir þeirra frá Ísrael og hinir frá Ítalíu og Rússlandi. Í fyrstu var talið að sá sem lést væri sjálfsmorðsárásarmaður en Reuters-fréttstofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sprengjunni hafi verið kastað af brú nærri þjóðminjasafninu. Erlent 30.4.2005 00:01 Ráðist á ferðamenn í Egyptalandi Röð árása á ferðamenn í Egyptalandi kostaði þrjá lífið í dag. Sjö særðust. Mildi þykir að ekki skyldu fleiri týna lífi. Erlent 30.4.2005 00:01 Beindi flugvél inn á lokaða braut Litlu munaði að illa færi á alþjóðaflugvellinum við Tókýó í morgun þegar að flugumferðarstjóri sagði flugmönnum farþegavélar að lenda á flugbraut sem lokað hafði verið vegna viðhalds. Vélin lenti á brautinni en svo vel vildi til að engar vinnuvélar eða annar búnaður var á brautinni á því augnabliki. Erlent 30.4.2005 00:01 Flest líkin af konum og börnum Sérfræðingar rannsaka nú fjöldagröf sem fannst í suðurhluta Írak. Þeir telja að þar sé að finna lík 1.500 Kúrda, að mestu kvenna og barna. Erlent 30.4.2005 00:01 Slösuðust í sprengingu í Tyrklandi Fimm tyrkneskir lögreglumenn slösuðust í sprengingu í ferðamannabænum Kusadasi í vesturhluta Tyrklands í morgun. Lögreglumennirnir höfðu verið kallaðaðir að styttu í bænum til þess að rannsaka grunsamlegan pakka sem var þar og voru að girða svæðið af þegar sprengjan sprakk. Einn lögreglumannanna missti handlegg í sprengingunni en allir fimm voru fluttir á sjúkrahús. Ekki er ljóst hver stóð á bak við tilræðið. Erlent 30.4.2005 00:01 Taldi þjóðsögur verk Shakespears Hvaða eyland í Norður-Atlantshafi er tengt sögum og þjóðsögum frá 13. öld? Flestir Íslendingar gætu líkast til getið sér til um það en ekki landafræðispekingarnir ungu sem tóku þátt í landafræðikeppni <em>National Geographic</em> í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hetjan Jared Martin frá bænum Lititz var viss um að þarna væri átt við Stóra-Bretland og taldi víst að þjóðsögurnar sem um ræddi væru verk Shakespears. Erlent 30.4.2005 00:01 Andstæðingum stjórnarskrár fækkar Andstæðingar stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi eru nú færri en stuðningsmennirnir, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn síðan í mars sem könnun bendir til þessa. Dagblaðið <em>Le Monde</em> birti nýjustu könnunina í morgun og samkvæmt henni eru 52 prósent aðspurðra fylgjandi stjórnarskránni en 48 prósent á móti henni. Erlent 30.4.2005 00:01 Árásir á ferðamannasvæðum Tvennt lést og að minnsta kosti tíu særðust í tveim árásum á vinsælum ferðamannastöðum í Kaíró í Egyptalandi í gær. Talið er að þau bæði sem létust hafi verið árásarfólk. Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar er talið að árásirnar séu tengdar. Erlent 30.4.2005 00:01 « ‹ ›
Sex létust í fjölskylduharmleik Örvinglaður eiginmaður myrti fimm úr fjölskyldu sinni og svipti sig svo lífi í Rheinfelden í Suðvestur-Þýskalandi í gær. Frá þessu greindi lögregla þar í bæ í dag. Svo virðist sem yfirvofandi skilnaður mannsins og konu hans hafi leitt til þess að hann réðst inn á sitt gamla heimili og skaut bæði foreldra sína, tvö börn og loks eiginkonu áður en hann skaut sjálfan sig. Erlent 1.5.2005 00:01
Réttað verði líka yfir ráðamönnum Sir Michael Boyce, sem var yfirmaður breska hersins þegar Íraksstríðið hófst, segir í viðtali við dagblaðið <em>Observer</em> í dag að verði breskir hermenn, þar á meðal hann sjálfur, dregnir fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn vegna Íraksstríðsins verði breskir ráðamenn þar líka. Boyce fór fram á ítarlegar lagalegar tryggingar stjórnvalda fyrir réttmæti stríðsins áður en það hófst og nú segist hann hafa gert það til þess að tryggja sig kæmi til dómsmáls. Erlent 1.5.2005 00:01
Slepptu um 80 föngum í Afganistan Bandaríkjamenn hafa sleppt rúmlega 80 afgönskum föngum í Afganistan, en sumir þeirra hafa verið í haldi í rúm tvö ár. Með þessu vonast Bandaríkjamenn til að sannfæra uppreisnarmenn úr röðum talibana um að hætta árásum á bæði bandarísk og afgönsk skotmörk. Þetta er í annað sinn á árinu sem Bandaríkjamenn sleppa föngum úr herfangelsum sínum í Afganistan, en í janúar var svipuðum fjölda sleppt. Erlent 1.5.2005 00:01
Vildu Saddam frá löngu fyrir stríð Tony Blair og George Bush voru staðráðnir í að bola Saddam Hussein frá völdum níu mánuðum fyrir upphaf stríðsins í Írak hið minnsta. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var í breska fjölmiðla og þeir birta í dag. Upplýsingarnar þykja til þess fallnar að valda Tony Blair enn frekari vanda síðustu daga kosningabaráttunnar í Bretlandi og benda enn fremur til þess að hann hafi ekki sagt satt í aðdraganda stríðsins. Erlent 1.5.2005 00:01
Aðþrengd eiginkona í Hvíta húsinu Aðþrengd eiginkona truflaði eiginmann sinn gróflega í gærkvöldi þegar hann ætlaði að segja sama gamla brandarann í enn eitt skiptið. Þetta teldist tæpast til tíðinda væri eiginkonan sem um ræðir ekki Laura Bush, eiginkona Bush Bandaríkjaforseta. Erlent 1.5.2005 00:01
Minntust frelsunar úr Dachau Þess var minnst í dag að 60 ár eru frá því að bandarískar hersveitir frelsuðu fólk sem haldið var í útrýmingarbúðunum í Dachau í Suður-Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni. Fyrrverandi fangar í búðunum voru á meðal um 2500 manna sem minntust einnig þeirra ríflega 30 þúsund manna sem léstu í búðunum. Erlent 1.5.2005 00:01
Stríðsákvarðanir teknar árið 2002? Tony Blair og George Bush voru staðráðnir í að bola Saddam Hussein frá völdum níu mánuðum fyrir upphaf stríðsins í Írak hið minnsta. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var í breska fjölmiðla og þeir birta í dag. Erlent 1.5.2005 00:01
NATO ekki vörður Evrópu Sameiginleg öryggis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins, sem nú er í mótun, er fyrst og fremst "svar við brýnni þörf" þar sem Atlantshafsbandalagið getur ekki verið "vörður Evrópu". Þetta kom fram í erindi sem Frederic Baleine du Laurens, sérfræðingur um öryggismál í franska utanríkisráðuneytinu, hélt í Háskóla Íslands. Erlent 1.5.2005 00:01
Handtökur vegna hryðjuverka Egypska lögreglan handtók tímabundið um tvö hundruð manns í gær í heimabæjum þriggja manneskja sem sprengdu sprengju og skutu á langferðabíl á ferðamannastöðum í og nærri Kaíró á laugardag. Að sögn lögreglu var með handtökunum verið að safna upplýsingum um fólkið vegna rannsóknar á hryðjuverkasamtökum á þessum slóðum. Erlent 1.5.2005 00:01
Ástrala rænt í Írak Uppreisnarmenn í Írak hafa rænt áströlskum ríkisborgara, en myndband með honum barst fréttastofum á svæðinu í dag. Á myndbandinu segist maðurinn heita Douglas Wood, búa í Kaliforníu og vera giftur bandarískir konu. Þá biður hann bandarísk, bresk og áströlsk stjórnvöld að bjarga lífi sínu með því að kalla herlið sín heim frá Írak. Erlent 1.5.2005 00:01
Grunsemdir um eldflaugarskot Suður-kóresk stjórnvöld gruna Norður-Kóreumenn um að hafa skotið á loft skammdrægri eldflaug í gærmorgun, en suður-kóreska leyniþjónustan var síðla dags enn að vinna í því að afla staðfestingar á fréttinni. Fregnir hermdu að flaugin hefði lent í Japanshafi. Erlent 1.5.2005 00:01
Tugir Íraka falla í tilræðum Uppreisnarmenn í Írak héldu í gær áfram árásum til að bjóða nýmyndaðri ríkisstjórn landsins birginn. Tuttugu Írakar, flestir Kúrdar, biðu bana og minnst 30 særðust síðdegis í bílsprengjutilræði í útför í Kirkuk í norðurhluta landsins. Fyrr um daginn höfðu tíu Írakar látið lífið og á þriðja tug særst í sprengju- og skotárásum. Erlent 1.5.2005 00:01
Handtók 200 manns vegna árása Lögregla í Egyptalandi hefur tekið 200 manns til yfirheyrslu í tengslum við tvær árásir á ferðamenn í höfuðborginni Kaíró í gær. Fólkinu var safnað saman í verkamannahéraði skammt norður af Kaíró, en þar bjuggu maður og tvær konur sem gerðu árásirnar tvær í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp nærri þjóðminjasafninu í Kaíró með þeim afleiðingum að þrír Egyptar og fjórir erlendir ferðamenn slösuðust. Erlent 1.5.2005 00:01
Nærri 100 handteknir í Þýskalandi Til átaka kom á milli lögreglu og fólks í kröfugöngum í þýsku borgunum Berlín og Leipzig í dag og nótt vegna baráttudags verkalýðsins. Alls voru tæplega hundrað manns handteknir. Lögregla í Leipzig þurfti að nota vatnsslöngur á hóp fólks af vinstri vængnum sem reyndi að stöðva göngu hægriöfgamanna, en alls voru 30 vinstrimenn handteknir í óeirðunum. Erlent 1.5.2005 00:01
Norskri vél hlekktist á í lendingu Norskri flugvél hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Hammerfest í dag með þeim afleiðingum að hjólabúnaðurinn brotnaði og neyddust flugmennirnir því til að búklenda vélinni. Hvasst var á svæðinu þegar flugvélin flaug inn til lendingar og því ákvað flugstjóri vélarinnar að hætta við að lenda rétt áður en hjólin snertu jörðina. Erlent 1.5.2005 00:01
Ungfrú risavaxin valin í Taílandi Taílendingar senda hefðbundnum fegurðarsamkeppnum langt nef því í dag fór fram keppnin Miss Jumbo Queen sem mætti útleggja á íslensku Ungfrú risavaxin. Eins og nafnið bendir til tóku aðeins stórvaxnar konur þátt í keppninni og þurftu þær að vera yfir 80 kíló að þyngd til að fá að vera með. Megintilgangur keppninnar var þó að safna fé og vekja fólk til umhugsunar um minnkandi fílastofn þar í landi enda fór keppnin fram í fílagarði skammt frá höfuðborginni Bangkok. Erlent 1.5.2005 00:01
Hafði fengið viðvaranir fyrir slys Japanska lestarfyrirtækið sem rak lestina sem þeyttist út af teinunum í vikunni með þeim afleiðingum að yfir hundrað týndu lífi fékk alvarlegar viðvaranir frá stjórnvöldum í mars síðastliðnum. Japönsk yfirvöld gerðu athugasemdir við að lestir fyrirtækisins brunuðu fram hjá lestarstöðvum. Það gerðist einmitt skömmu áður en lestarslysið varð. Erlent 1.5.2005 00:01
Kröfugöngur og Castro-ræður Milljónir launþega, frá Tókýó til Havana og um alla Evrópu, tóku í gær þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Erlent 1.5.2005 00:01
Handteknir vegna morðsins á Hassan Írakskar og bandarískar hersveitir handtóku í dag ellefu uppreisnarmenn í Írak í áhlaupi á felustað þeirra, en nokkrir uppreisnarmannanna er taldir tengjast morðinu á breska hjálparstarfsmanninum Margaret Hassan. Ráðist var gegn uppreisnarmönnunum í bænum Madain suðaustur af Bagdad, en þar hefur verið róstusamt að undanförnu. Erlent 1.5.2005 00:01
Birtist í fyrsta sinn í páfaíbúð Benedikt sextándi páfi birtist í fyrsta sinn í glugga íbúðar sinnar í Vatíkaninu í dag og blessaði þau rúmlega fjörutíu þúsund sem safnast höfðu saman á Péturstorginu til að hlýða á ávarp hans. Benedikt fylgdi þannig þeirri hefð Jóhannesar Páls annars að ávarpa lýðinn úr íbúð sinni. Í ávarpi sínu hvatti páfi m.a. til að endi yrði bundinn á átök í Afríkuríku Tógó en þar hefur verið róstusamt í kjölfar umdeildra kosninga. Erlent 1.5.2005 00:01
Má ekki fara í fóstureyðingu Dómstóll í Flórída í Bandaríkjunum hefur meinað þrettán ára gamalli stúlku að fara í fóstureyðingu á þeim grundvelli að hana skorti þroska til að taka slíka ákvörðun. Stúlkan er komin þrjá mánuði á leið og hugðist láta eyða fóstrinu á þriðjudaginn var en barnaverndaryfirvöld fóru með málið fyrir dómstóla og héldu því fram að stúlkan, sem er á framfæri ríkisins, væri of ung og óþroskuð til þess að taka upplýsta ákvörðun í málinu. Erlent 30.4.2005 00:01
Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, en henni var synjað um fjárstuðning frá utanríkisráðuneytinu í vikunni. Í ályktuninni hvetur stjórn BRSB stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjárstuðning við Mannréttindaskrifstofuna og tryggja henni traustan starfsgrundvöll. Erlent 30.4.2005 00:01
Einn lést í sprengingu í Kaíró Einn lést og sjö særðust í sprengingu nærri þjóðminjasafninu í Kaíró í Egyptalandi í dag. Hinn látni var Egypti og það voru þrír hinna slösuðu líka en hinir fjórir voru ferðamenn, tveir þeirra frá Ísrael og hinir frá Ítalíu og Rússlandi. Í fyrstu var talið að sá sem lést væri sjálfsmorðsárásarmaður en Reuters-fréttstofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sprengjunni hafi verið kastað af brú nærri þjóðminjasafninu. Erlent 30.4.2005 00:01
Ráðist á ferðamenn í Egyptalandi Röð árása á ferðamenn í Egyptalandi kostaði þrjá lífið í dag. Sjö særðust. Mildi þykir að ekki skyldu fleiri týna lífi. Erlent 30.4.2005 00:01
Beindi flugvél inn á lokaða braut Litlu munaði að illa færi á alþjóðaflugvellinum við Tókýó í morgun þegar að flugumferðarstjóri sagði flugmönnum farþegavélar að lenda á flugbraut sem lokað hafði verið vegna viðhalds. Vélin lenti á brautinni en svo vel vildi til að engar vinnuvélar eða annar búnaður var á brautinni á því augnabliki. Erlent 30.4.2005 00:01
Flest líkin af konum og börnum Sérfræðingar rannsaka nú fjöldagröf sem fannst í suðurhluta Írak. Þeir telja að þar sé að finna lík 1.500 Kúrda, að mestu kvenna og barna. Erlent 30.4.2005 00:01
Slösuðust í sprengingu í Tyrklandi Fimm tyrkneskir lögreglumenn slösuðust í sprengingu í ferðamannabænum Kusadasi í vesturhluta Tyrklands í morgun. Lögreglumennirnir höfðu verið kallaðaðir að styttu í bænum til þess að rannsaka grunsamlegan pakka sem var þar og voru að girða svæðið af þegar sprengjan sprakk. Einn lögreglumannanna missti handlegg í sprengingunni en allir fimm voru fluttir á sjúkrahús. Ekki er ljóst hver stóð á bak við tilræðið. Erlent 30.4.2005 00:01
Taldi þjóðsögur verk Shakespears Hvaða eyland í Norður-Atlantshafi er tengt sögum og þjóðsögum frá 13. öld? Flestir Íslendingar gætu líkast til getið sér til um það en ekki landafræðispekingarnir ungu sem tóku þátt í landafræðikeppni <em>National Geographic</em> í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hetjan Jared Martin frá bænum Lititz var viss um að þarna væri átt við Stóra-Bretland og taldi víst að þjóðsögurnar sem um ræddi væru verk Shakespears. Erlent 30.4.2005 00:01
Andstæðingum stjórnarskrár fækkar Andstæðingar stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi eru nú færri en stuðningsmennirnir, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn síðan í mars sem könnun bendir til þessa. Dagblaðið <em>Le Monde</em> birti nýjustu könnunina í morgun og samkvæmt henni eru 52 prósent aðspurðra fylgjandi stjórnarskránni en 48 prósent á móti henni. Erlent 30.4.2005 00:01
Árásir á ferðamannasvæðum Tvennt lést og að minnsta kosti tíu særðust í tveim árásum á vinsælum ferðamannastöðum í Kaíró í Egyptalandi í gær. Talið er að þau bæði sem létust hafi verið árásarfólk. Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar er talið að árásirnar séu tengdar. Erlent 30.4.2005 00:01