Erlent Kennir Ísraelum um Leiðtogi Palestínumanna kennir Ísraelum um að allt sé á leiðinni á versta veg á Gaza svæðinu. Mahmoud Abbas segist ætla að gera allt til að koma í veg fyrir árásir palestínskra uppreisnarmanna á byggðir Ísraela á gaza svæðinu á næstunni. Erlent 18.7.2005 00:01 Flugeldur banaði barni Sautján ára danskur piltur hefur verið ákærður fyrir að verða barni að bana. Hann hefur viðurkennt að hafa skotið flugeldi lárétt um síðustu áramót. Flugeldurinn fór í brjóstið á tveggja ára barni sem lést samstundis. Pilturinn segist ekki hafa orðið var við að flugeldurinn hafi hitt nokkurn en er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 18.7.2005 00:01 Harry Potter í sjö milljónir Nýjasta bókin um Harry Potter og ævintýri hans seldist í nærri sjö milljón eintökum fyrsta sólarhringinn eftir að hún kom út. Þetta þýðir að meira en tvö hundruð og fimmtíu þúsund eintök seldust á hverjum klukkutíma, en flestar bækur eru ekki gefnar út í svo mörgum eintökum. Þegar hefur verið ákveðið að auka upplag bókarinnar í 13,5 milljónir eintaka. Erlent 18.7.2005 00:01 Stríðsherra dæmdur fyrir pyntingar Breskur dómstóll hefur fundið afganskan stríðsherra sekan um pyntingar og gíslatöku sem áttu sér stað í útjaðri Kabúl, höfuðborgar Afganistans, á árunum upp úr 1990. Erlent 18.7.2005 00:01 Þúsundir manna flýja fellibyli Fellibylurinn Emily skall á Yucatan-skaga í Mexíkó í fyrrinótt og skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Ekki hafði þó frést í gær af neinum dauðsföllum eða alvarlegum meiðslum af völdum veðurofsans. Þúsundir heima- og ferðamanna leituðu skjóls í neyðarskýlum sem komið hafði verið upp í skólastofum og danssölum hótela. Erlent 18.7.2005 00:01 Lítill áhugi á Tyrkjum Einungis 35 prósent íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins eru hlynnt aðild Tyrklands að sambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins. Tæpur helmingur styður aðild Rúmeníu að sambandinu en helmingur vill hleypa Búlgaríu í sambandið. Erlent 18.7.2005 00:01 Þrýst á Bush að reka Rove George W. Bush sagði í gær að skyldi einhver í starfsliði hans verða uppvís að lögbroti í sambandi við upplýsingaleka sem fletti ofan af CIA-njósnara, myndi viðkomandi "ekki lengur fá að starfa í minni stjórn". Bush kom sér samt sem áður hjá því að svara beint spurningum um hlutverk stjórnmálaráðgjafa síns, Karl Rove, í málinu. Erlent 18.7.2005 00:01 Skógareldar á Spáni Fjórtán spænskir slökkviliðsmenn fórust í baráttu við skógarelda í gær. Eldarnir hafa þegar eyðilagt um fimm þúsund hektara af skógi vöxnu landi og hafa hundruðir þurft að yfirgefa heimili sín vegna þessa. Erlent 18.7.2005 00:01 Óveður á Taívan og Mexíkó Öflugir stormar ollu manntjóni og miklum skemmdum í dag. Á Taívan fórust nokkrir þegar hvirfilbylurinn Haitang reið yfir og tugir þúsunda ferðamanna flýðu fellibylinn Emily í Mexíkó. Þeirra á meðal var hópur íslenskra ungmenna. Erlent 18.7.2005 00:01 Hamas-foringi myrtur Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels sagði í gær að öllum brögðum yrði beitt til að stöðva palestínska uppreisnarmenn. Hann vill tryggja að áætlanir um brottflutning ísrelskra landtökumanna á Gaza gangi sem allra best. Erlent 17.7.2005 00:01 Ákærur á Saddam lagðar fram Fyrstu ákærur á hendur Saddam Hussein, fyrrum einræðisherra í Írak, hafa verið lagðar fram en Hussein er ákærður fyrir fjöldamorð á sjíta múslimum í þorpinu Fujail sem er norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, árið 1982. Dómari í málinu segir að málið verði tekið fyrir á næstu dögum. Erlent 17.7.2005 00:01 Næsti forsætisráðherra Búlgaríu Næsti forsætisráðherra Búlgaríu verður að öllum líkindum Sergei Stanishev, formaður Sósíalistaflokksins þar í landi. Sósíalistar unnu sigur í þingkosningunum í Búlgaríu í síðasta mánuði og munu leiða þriggja flokka ríkisstjórn landsins, ef viðræður ganga eftir. Erlent 17.7.2005 00:01 Deilt um sekt efnafræðingsins Deilt er um hvort maðurinn sem handtekinn var í Kaíró í gær sé einn skipuleggjenda hryðjuverkanna í London. Lögreglan í Bretlandi telur að svo sé en innanríkisráðherra Egyptalands segir það af og frá. Erlent 17.7.2005 00:01 Ullandi á 200 km hraða Nítján ára piltur var tekinn á 200 kílómetra hraða í Ottawa, höfuðborg Kanada, um helgina. Þegar lögreglumenn spurðu piltinn hvernig honum dytti í hug að stofna lífi og limum fólks í hættu með slíkum ofsaakstri varð fyrst fátt um svör. Erlent 17.7.2005 00:01 Vopnahlé í Indónesíu Ríkisstjórn Indónesíu og baráttusamtök fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs náðu sáttum í dag á fundi sínum í Helsinki í Finnlandi eftir að samtökin drógu úr kröfum sínum. Samtökin hafa barist fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs síðastliðin þrjátíu ár og hafa rúmlega tólf þúsund manns fallið í átökum þeirra við stjórnarher Indónesíu. Erlent 17.7.2005 00:01 Blóði drifin helgin að baki Helgin sem nú er á enda var ein sú blóðugasta í Írak frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Í það minnsta 170 manns hafa beðið bana í hryðjuverkaárásum undanfarna viku. Erlent 17.7.2005 00:01 Saddam verður ákærður Saddam Hussein verður ákærður fyrir fjöldamorð gegn sjíum árið 1982. Þetta verður fyrsta dómsmálið sem höfðað verður gegn einræðisherranum fyrrverandi. Erlent 17.7.2005 00:01 Tíu Kúrdar drepnir í Tyrklandi Tíu uppreisnarmenn úr röðum Kúrda voru drepnir í árás tyrkneska hersins í í suðausturhluta Tyrklands í dag. Árásin var gerð í kjölfar sjálfsmorðsárásar í borginni Kusadasi í gær sem talið er að hafi verið skipulögð af skæruliðasamtökum Kúrda. Erlent 17.7.2005 00:01 Flest bendir til tengsla al-Kaída Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum. Erlent 17.7.2005 00:01 Írak: 70 látnir og 160 særðir Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp við bensínstöð nærri mosku sjíta múslima í borginni Mussayyib, 60 kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks. Erlent 17.7.2005 00:01 Ætluðu ekki að deyja sjálfir Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Erlent 17.7.2005 00:01 Pakistönum ekki um að kenna Bretar ættu ekki að saka erlendar þjóðir um að hafa áhrif á árásarmennina í Lundúnum, segir sendiherra Pakistana hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrír af mönnunum sem taldir eru bera ábyrgð á hryðjuverkunum í borginni sjöunda júlí eru af pakistönskum uppruna og einn sótti þar trúarlegan skóla að því er fram kemur á fréttavef BBC. Erlent 17.7.2005 00:01 17 létust þegar rúta fór út af Sautján manns létust og þrjátíu og átta slösuðust, þar af átta alvarlega, þegar rúta féll hundrað og tuttugu metra niður dal í suðurhluta Kína í gærkvöld. Alls voru fimmtíu og fimm manns í rútunni en slysið átti sér stað eftir að bílstjóri rútunnar missti stjórn á henni. Erlent 17.7.2005 00:01 Friðarvon í Aceh Ríkisstjórn Indónesíu og uppreisnarmenn frá Aceh-héraði sættust á það í gær að skrifa í næsta mánuði undir formlegt friðarsamkomulag. Erlent 17.7.2005 00:01 Vopnahléinu lokið Átök hafa haldið áfram á Gaza-svæðinu í dag og vopnahléinu, sem staðið hefur í fimm mánuði, lokið. Einn leiðtogi innan Hamas-samtakanna var skotinn til bana þegar hann reyndi að komast inn í landnemabyggðir gyðinga í suðurhluta Gaza um hádegisbil í dag. Erlent 17.7.2005 00:01 Al-Qaida ætlar að ná völdum Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásum hefur fjölgað mjög í landinu að undanförnu og hafa hryðjuverkasamtökin Al-Qaida sagt að þeim linni ekki fyrr en samtökin ná völdum í landinu. Erlent 17.7.2005 00:01 Fjórmenningarnir leiddir í gildru? Grunur leikur á að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sig í loft upp í London í síðustu viku, hafi verið leiddir í gildru. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu <em>Aftenposten</em>. Erlent 17.7.2005 00:01 Tólf látnir eftir flóð í Indlandi Að minnsta kosti tólf fórust og um 150.000 heimili eyðilögðust vegna flóða í norðausturhluta Indlands í morgun. Alls hafa nú yfir 220 látist af völdum flóða í landinu frá því regntímabilið hófst í vor. Erlent 17.7.2005 00:01 Skotið á smyglara Líbanska lögreglan skiptist á skotum við smyglara meðan sýrlensk yfirvöld handtóku líbanska fiskimenn í nýrri hrinu landamæraátaka ríkjanna tveggja. Bera átökin vott um vaxandi ólgu í samskiptum ríkjanna eftir að Sýrlendingar neyddust til þess að láta af áratugalangri hersetu í Líbanon í apríl. Erlent 17.7.2005 00:01 5 mánaða vopnahléi lokið Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir herinn mega beita öllum brögðum til að koma herskáum Palestínumönnum frá. Það sé nauðsynlegt ef friður eigi að nást. Fimm mánaða vopnahléi er því lokið. Erlent 17.7.2005 00:01 « ‹ ›
Kennir Ísraelum um Leiðtogi Palestínumanna kennir Ísraelum um að allt sé á leiðinni á versta veg á Gaza svæðinu. Mahmoud Abbas segist ætla að gera allt til að koma í veg fyrir árásir palestínskra uppreisnarmanna á byggðir Ísraela á gaza svæðinu á næstunni. Erlent 18.7.2005 00:01
Flugeldur banaði barni Sautján ára danskur piltur hefur verið ákærður fyrir að verða barni að bana. Hann hefur viðurkennt að hafa skotið flugeldi lárétt um síðustu áramót. Flugeldurinn fór í brjóstið á tveggja ára barni sem lést samstundis. Pilturinn segist ekki hafa orðið var við að flugeldurinn hafi hitt nokkurn en er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 18.7.2005 00:01
Harry Potter í sjö milljónir Nýjasta bókin um Harry Potter og ævintýri hans seldist í nærri sjö milljón eintökum fyrsta sólarhringinn eftir að hún kom út. Þetta þýðir að meira en tvö hundruð og fimmtíu þúsund eintök seldust á hverjum klukkutíma, en flestar bækur eru ekki gefnar út í svo mörgum eintökum. Þegar hefur verið ákveðið að auka upplag bókarinnar í 13,5 milljónir eintaka. Erlent 18.7.2005 00:01
Stríðsherra dæmdur fyrir pyntingar Breskur dómstóll hefur fundið afganskan stríðsherra sekan um pyntingar og gíslatöku sem áttu sér stað í útjaðri Kabúl, höfuðborgar Afganistans, á árunum upp úr 1990. Erlent 18.7.2005 00:01
Þúsundir manna flýja fellibyli Fellibylurinn Emily skall á Yucatan-skaga í Mexíkó í fyrrinótt og skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Ekki hafði þó frést í gær af neinum dauðsföllum eða alvarlegum meiðslum af völdum veðurofsans. Þúsundir heima- og ferðamanna leituðu skjóls í neyðarskýlum sem komið hafði verið upp í skólastofum og danssölum hótela. Erlent 18.7.2005 00:01
Lítill áhugi á Tyrkjum Einungis 35 prósent íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins eru hlynnt aðild Tyrklands að sambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins. Tæpur helmingur styður aðild Rúmeníu að sambandinu en helmingur vill hleypa Búlgaríu í sambandið. Erlent 18.7.2005 00:01
Þrýst á Bush að reka Rove George W. Bush sagði í gær að skyldi einhver í starfsliði hans verða uppvís að lögbroti í sambandi við upplýsingaleka sem fletti ofan af CIA-njósnara, myndi viðkomandi "ekki lengur fá að starfa í minni stjórn". Bush kom sér samt sem áður hjá því að svara beint spurningum um hlutverk stjórnmálaráðgjafa síns, Karl Rove, í málinu. Erlent 18.7.2005 00:01
Skógareldar á Spáni Fjórtán spænskir slökkviliðsmenn fórust í baráttu við skógarelda í gær. Eldarnir hafa þegar eyðilagt um fimm þúsund hektara af skógi vöxnu landi og hafa hundruðir þurft að yfirgefa heimili sín vegna þessa. Erlent 18.7.2005 00:01
Óveður á Taívan og Mexíkó Öflugir stormar ollu manntjóni og miklum skemmdum í dag. Á Taívan fórust nokkrir þegar hvirfilbylurinn Haitang reið yfir og tugir þúsunda ferðamanna flýðu fellibylinn Emily í Mexíkó. Þeirra á meðal var hópur íslenskra ungmenna. Erlent 18.7.2005 00:01
Hamas-foringi myrtur Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels sagði í gær að öllum brögðum yrði beitt til að stöðva palestínska uppreisnarmenn. Hann vill tryggja að áætlanir um brottflutning ísrelskra landtökumanna á Gaza gangi sem allra best. Erlent 17.7.2005 00:01
Ákærur á Saddam lagðar fram Fyrstu ákærur á hendur Saddam Hussein, fyrrum einræðisherra í Írak, hafa verið lagðar fram en Hussein er ákærður fyrir fjöldamorð á sjíta múslimum í þorpinu Fujail sem er norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, árið 1982. Dómari í málinu segir að málið verði tekið fyrir á næstu dögum. Erlent 17.7.2005 00:01
Næsti forsætisráðherra Búlgaríu Næsti forsætisráðherra Búlgaríu verður að öllum líkindum Sergei Stanishev, formaður Sósíalistaflokksins þar í landi. Sósíalistar unnu sigur í þingkosningunum í Búlgaríu í síðasta mánuði og munu leiða þriggja flokka ríkisstjórn landsins, ef viðræður ganga eftir. Erlent 17.7.2005 00:01
Deilt um sekt efnafræðingsins Deilt er um hvort maðurinn sem handtekinn var í Kaíró í gær sé einn skipuleggjenda hryðjuverkanna í London. Lögreglan í Bretlandi telur að svo sé en innanríkisráðherra Egyptalands segir það af og frá. Erlent 17.7.2005 00:01
Ullandi á 200 km hraða Nítján ára piltur var tekinn á 200 kílómetra hraða í Ottawa, höfuðborg Kanada, um helgina. Þegar lögreglumenn spurðu piltinn hvernig honum dytti í hug að stofna lífi og limum fólks í hættu með slíkum ofsaakstri varð fyrst fátt um svör. Erlent 17.7.2005 00:01
Vopnahlé í Indónesíu Ríkisstjórn Indónesíu og baráttusamtök fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs náðu sáttum í dag á fundi sínum í Helsinki í Finnlandi eftir að samtökin drógu úr kröfum sínum. Samtökin hafa barist fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs síðastliðin þrjátíu ár og hafa rúmlega tólf þúsund manns fallið í átökum þeirra við stjórnarher Indónesíu. Erlent 17.7.2005 00:01
Blóði drifin helgin að baki Helgin sem nú er á enda var ein sú blóðugasta í Írak frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Í það minnsta 170 manns hafa beðið bana í hryðjuverkaárásum undanfarna viku. Erlent 17.7.2005 00:01
Saddam verður ákærður Saddam Hussein verður ákærður fyrir fjöldamorð gegn sjíum árið 1982. Þetta verður fyrsta dómsmálið sem höfðað verður gegn einræðisherranum fyrrverandi. Erlent 17.7.2005 00:01
Tíu Kúrdar drepnir í Tyrklandi Tíu uppreisnarmenn úr röðum Kúrda voru drepnir í árás tyrkneska hersins í í suðausturhluta Tyrklands í dag. Árásin var gerð í kjölfar sjálfsmorðsárásar í borginni Kusadasi í gær sem talið er að hafi verið skipulögð af skæruliðasamtökum Kúrda. Erlent 17.7.2005 00:01
Flest bendir til tengsla al-Kaída Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum. Erlent 17.7.2005 00:01
Írak: 70 látnir og 160 særðir Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp við bensínstöð nærri mosku sjíta múslima í borginni Mussayyib, 60 kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks. Erlent 17.7.2005 00:01
Ætluðu ekki að deyja sjálfir Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Erlent 17.7.2005 00:01
Pakistönum ekki um að kenna Bretar ættu ekki að saka erlendar þjóðir um að hafa áhrif á árásarmennina í Lundúnum, segir sendiherra Pakistana hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrír af mönnunum sem taldir eru bera ábyrgð á hryðjuverkunum í borginni sjöunda júlí eru af pakistönskum uppruna og einn sótti þar trúarlegan skóla að því er fram kemur á fréttavef BBC. Erlent 17.7.2005 00:01
17 létust þegar rúta fór út af Sautján manns létust og þrjátíu og átta slösuðust, þar af átta alvarlega, þegar rúta féll hundrað og tuttugu metra niður dal í suðurhluta Kína í gærkvöld. Alls voru fimmtíu og fimm manns í rútunni en slysið átti sér stað eftir að bílstjóri rútunnar missti stjórn á henni. Erlent 17.7.2005 00:01
Friðarvon í Aceh Ríkisstjórn Indónesíu og uppreisnarmenn frá Aceh-héraði sættust á það í gær að skrifa í næsta mánuði undir formlegt friðarsamkomulag. Erlent 17.7.2005 00:01
Vopnahléinu lokið Átök hafa haldið áfram á Gaza-svæðinu í dag og vopnahléinu, sem staðið hefur í fimm mánuði, lokið. Einn leiðtogi innan Hamas-samtakanna var skotinn til bana þegar hann reyndi að komast inn í landnemabyggðir gyðinga í suðurhluta Gaza um hádegisbil í dag. Erlent 17.7.2005 00:01
Al-Qaida ætlar að ná völdum Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásum hefur fjölgað mjög í landinu að undanförnu og hafa hryðjuverkasamtökin Al-Qaida sagt að þeim linni ekki fyrr en samtökin ná völdum í landinu. Erlent 17.7.2005 00:01
Fjórmenningarnir leiddir í gildru? Grunur leikur á að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sig í loft upp í London í síðustu viku, hafi verið leiddir í gildru. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu <em>Aftenposten</em>. Erlent 17.7.2005 00:01
Tólf látnir eftir flóð í Indlandi Að minnsta kosti tólf fórust og um 150.000 heimili eyðilögðust vegna flóða í norðausturhluta Indlands í morgun. Alls hafa nú yfir 220 látist af völdum flóða í landinu frá því regntímabilið hófst í vor. Erlent 17.7.2005 00:01
Skotið á smyglara Líbanska lögreglan skiptist á skotum við smyglara meðan sýrlensk yfirvöld handtóku líbanska fiskimenn í nýrri hrinu landamæraátaka ríkjanna tveggja. Bera átökin vott um vaxandi ólgu í samskiptum ríkjanna eftir að Sýrlendingar neyddust til þess að láta af áratugalangri hersetu í Líbanon í apríl. Erlent 17.7.2005 00:01
5 mánaða vopnahléi lokið Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir herinn mega beita öllum brögðum til að koma herskáum Palestínumönnum frá. Það sé nauðsynlegt ef friður eigi að nást. Fimm mánaða vopnahléi er því lokið. Erlent 17.7.2005 00:01