Erlent

Stríðsbörn heimsækja fangabúðir

Á þriðja tug Breta og Bandaríkjamanna sem eyddu fjórum árum af æsku sinni í japönskum fangabúðum í Síðari heimsstyrjöldinni heimsóttu fangabúðirnar í gær af því tilefni að sextíu ár eru liðin frá því að þeir voru látnir lausir að stríðinu loknu.

Erlent

Lögreglan sökuð um ósannindi

Brasilíumaðurinn sem breska lögreglan skaut til bana á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum var ekki á flótta undan lögreglunni þegar hann var skotinn, heldur gekk rólega í gegn um hlið á lestarstöðinni.

Erlent

Tímabundið framsal á Hussain

Dómstóll á Ítalíu fjallar sem stendur um framsalsbeiðni Breta sem vilja að Osman Hussain, sem einnig er þekktur sem Hamdi Isaac, verði sendur til Bretlands. Yfirvöld þar vilja yfirheyra og ákæra hann fyrir aðild að misheppnuðum hryðjuverkaárásum þann tuttugasta og fyrsta júlí síðastliðinn.

Erlent

Madonna slasaðist á hestbaki

Söngkonan Madonna hlaut alvarleg beinbrot þegar hún féll af hestbaki á útreiðum við óðal sitt skammt frá Lundúnum í gær. Slysið átti sér stað í fjörutíu og sjö ára afmælisveislu Madonnu við Ashcombe House, þar sem hún býr ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún braut rifbein, viðbeinið og höndina, en var útskrifuð af sjúkrahúsi í morgun.

Erlent

Órói á Gasa-ströndinni

Skömmu eftir miðnætti réðust óvopnaðir ísraelskir hermenn inn í nokkrar landnemabyggðir á Gasa-ströndinni og tóku til við að flytja landnemana á brott, með góðu eða illu. Frestur til að fara með friði og spekt rann út á miðnætti. Grátur og gnístran tanna voru friðsamlegustu viðbrögðin, víða létu landnemarnir öllum illum látum, grýttu hermennina og létu fúkyrðin fjúka.

Erlent

Kína heimsækir Bandaríkin

Forseti Kína, Hu Juntao, fer í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í næsta mánuði. Þetta verður fyrsta opinbera heimsókn forsetans til Bandaríkjanna en hann heimsótti landið sem varaforseti fyrir um þremur árum.

Erlent

Á fimmta tug féll í árásum

43 Írakar biðu bana í þremur bílsprengjuárásum í Bagdad í gær og 89 slösuðust. Þetta eru mannskæðustu árásir sem gerðar hafa verið í höfuðborginni í margar vikur.

Erlent

Mengað eldsneyti líklega orsökin

Aðskotaefni í eldsneytistönkum er líklega orsök flugslyssins í Venesúela í fyrradag þegar MD-82-þota West Caribbean Airways fórst með 160 manns innanborðs.

Erlent

Þúsund kynlífsþrælar í Ástralíu

Fyrrum alríkislögreglumaður í Ástralíu, sem starfaði við að sporna gegn mansali kvenna frá Asíu til Ástralíu, segir að allt að þúsund konur séu notaðar sem kynlífsþrælar í vændishúsum í Ástralíu. </font />

Erlent

Foreldar velji kyn barns síns

Bresk yfirvöld íhuga nú hvort gefa eigi foreldrum sem gangast undir tæknifrjóvgun leyfi til að velja sjálf hvors kyns ófædda barn þeirra verður.

Erlent

Þrír skotnir á Gaza-ströndinni

Landnemi á Vesturbakkanum skaut þrjá Palestínumenn til bana í dag. Manninum, sem mun hafa verið bílstjóri sem var við störf í landnemabyggð á Vesturbakkanum, tókst að stela byssu öryggisvarðar og skaut tvo farþega sína til bana.

Erlent

At gert í ættingjum fórnarlamba

Lögreglan í Bretlandi hefur hafið rannsókn í kjölfar þess að ættingjar fórnarlambs Tsunami flóðbylgjunnar í Asíu fengu sendan tölvupóst þar sem fram kom að ættingi þeirra hafði fundist á lífi á spítala í Tælandi.

Erlent

Tugir látast í Bagdad

Að minnsta kosti 41 lést og 85 særðust í þremur bílsprengingum í Bagdad í gær. Sprengjunar sprungu í nágrenni við spítala og umferðarmiðstöð.

Erlent

Órói á Gaza-ströndinni

Ísraelskar hersveitir þvinga nú landnema á Gaza-ströndinni til að yfirgefa heimili sín þar en frestur til að fara friðsamlega rann út á miðnætti. Reiði og angist hrjá landnemana sem hafa sumir hverjir búið á svæðinu í nærri fjóra áratugi, en Palestínumenn gleðjast yfir því að fá hernumið land til baka.

Erlent

Rússar slátra fuglum

Rússar hafa slátrað á annað hundrað þúsund fugla sem taldir eru hafa sýkst af fuglaflensu. Óttast er að flensan geti borist þaðan til Vestur-Evrópu en hennar hefur orðið vart í fuglum í Úralfjöllum, á mótum asíska og evrópska hluta Rússlands.

Erlent

Flugslys í Venesúela

Farþegaflugvél með 152 innanborðs fórst í Venesúela fyrir stundu. Vélin var á leið frá Panama en samband rofnaði við hana þegar hún var yfir óbyggðu svæði í grennd við landamæri Kólumbíu. Talsmaður hersins segir að borist hafi fregnir af sprengingu á jörðu niðri á þeim slóðum. Leitarsveitir eru þegar lagðar af stað á slysstaðinn. Ekki er á þessari stundu vitað hvaða flugfélagi vélin tilheyrir.

Erlent

Áfram viðræður um stjórnarskrá

Íraska þingið hefur ákveðið að framlengja samningaviðræður um stjórnarskrá landsins um eina viku. Fyrri tímaramminn stóð til miðnættis í gær og var settur fyrir einu og hálfu ári. Ekki náðist að koma saman stjórnarskrá fyrir þann tíma og þrátt fyrir óánægju með það er ekki vilji til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga.

Erlent

Voru á lífi þegar vélin fórst

Svo virðist sem farþegar og áhöfn kýpversku flugvélarinnar sem fórst á sunnudaginn hafi verið á lífi þegar vélin brotlenti. Maður hefur verið ákærður fyrir að skrökva því að hafa fengið textaskilaboð frá farþega vélarinnar rétt áður en hún skall til jarðar.

Erlent

Fimm prósent íbúða mannlaus

Spákaupmennska með húsnæði hefur haft þær afleiðingar að fimm prósent íbúða í Danmörku standa auð. Þetta er hæsta hlutfall auðra íbúða í landinu í 21 ár.

Erlent

Sáttafundur nágranna

Ráðamenn frá Norður Kóreu heimsóttu í fyrsta sinn þjóðþing nágranna sinna í Suður Kóreu í gær. Heimsóknin var táknræn fyrir þær sáttaumleitanir sem átt hafa sér stað milli ríkjanna tveggja að undanförnu.

Erlent

Hermenn farast í þyrluslysi

Að minnsta kosti sautján spænskir hermenn fórust þegar þyrla hrapaði nærri borginni Herat í vesturhluta Afganistans í dag. Mennirnir voru að taka þátt í heræfingu. Ekki er vitað hvort þyrlan var skotin niður eða hrapaði af öðrum orsökum. Spænsku hermennirnir voru í Afganistan við friðargæslu á vegum NATO.

Erlent

Manntjón í flóðum í Kína

Að minnsta kosti tíu manns hafa farist og yfir 35 er saknað eftir mikil flóð í norðausturhluta Kína að undanförnu. Flóðin hófust á föstudag og hafa yfir 6500 heimili eyðilagst vegna þeirra. Þá hafa yfir 118 þúsund hektarar af ræktunarlandi farið undir vatn.

Erlent

Fangauppþot í Gvatemala

Um 30 fangar hafa látið lífið í uppþotum í fangelsum í Gvatemala að undanförnu. Uppþotin eru sögð hafa verið skipulagðar árásir eins glæpagengis á annað.

Erlent

Hinseginfræði í Kína

Virtur háskóli í Shanghæ, Fudan háskóli, er fyrsta menntastofnunin í Kína til að bjóða upp á nám í hinseginfræðum og menningu samkynhneigðra.

Erlent

Rússar eiga stysta ævi í Evrópu

Rússneskir karlmenn eiga stysta ævi allra karlmanna í Evrópu, og er sláandi hve ævi þeirra hefur styst eftir fall Sovétríkjanna. Íslendingar verða hins vegar allra karla elstir.

Erlent

Hefur verið 748 daga í geimnum

Rússneski geimfarinn Sergei Krikalev setti í dag met í lengd dvalar úti í geimnum. Á tuttugu ára ferli sem geimfari hefur Krikalev samtals verið 748 daga úti í geimnum. Hann var meðal annars í áhöfn rússnesku geimstöðvarinnar Mir, hann hefur verið í alþjóðlegu geimstöðinni og flogið bæði með rússnesku Soyus-geimförunum og bandarískum geimferjum.

Erlent

Vörnuðu harðlínumönnum inngöngu

Þúsundir ísraelskra lögreglumanna, landamæraverðir og hermenn stóðu vörð um suðurhluta landsins í gær til að koma í veg fyrir að Ísraelar kæmust inn á Gasasvæðið þar sem níu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín undanfarna daga. Heitttrúaðir þjóðernissinnar hafa hótað lögreglu að ryðjast aftur inn á svæðið en yfirvöld hafa sagt að þeir sem ekki verði farnir frá Gasa fyrir miðnætti í kvöld verði fjarlægðir með valdi.

Erlent

Reyndu að komast til Spánar

Strandgæslan á Spáni fygldi í dag báti með nærri hundrað Afríkubúum til hafnar á Kanaríeyjum, en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla sér inn í landið. Fólkið hafði verið í bátnum í um tvo mánuði og var um þriðjungur þess illa haldinn vegna vannæringar og því fluttur á sjúkrahús.

Erlent

Aðstoð þrátt fyrir lélega kunnáttu

Claus Hjort Frederiksen, atvinnumálaráðherra Danmerkur, aftekur með öllu að fjárhagsaðstoð við þá Grænlendinga í Danmörku sem ekki tala reiprennandi dönsku verði hætt.

Erlent