Erlent

Þúsund kynlífsþrælar í Ástralíu

Dómsmálaráðherra Ástralíu, Chris Ellison, vísar þessu á bug og segir tölurnar ekki í samræmi við upplýsingar frá lögreglu. Á ráðstefnu í síðustu viku, sem markaði upphaf herferðar gegn mansali í landinu, sagði lögreglumaðurinn fyrrverandi, Chris Payne, að allt að þúsund konur væru neyddar til þess að starfa í ólöglegum vændishúsum í Ástralíu. Konum sem notaðar væru sem kynlífsþrælar hefði fjölgað mikið síðan fyrir áratug, þegar talið var að þær væru tvö til þrjúhundruð. Skýrsla sem unnin var á vegum opinberrar stofnunar gegn kynferðislegu ofbeldi staðfestir tölurnar sem Payne styðst við. Í skýrslunni segir að vikulega sé 50 fórnarlömbum mansals bjargað, en af þeim tölum megi leiða að árlega séu þúsund konur fluttar nauðugar til landsins og notaðar sem kynlífsþrælar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×