Erlent

Clarke tekur slaginn

Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur lýst yfir að hann vilji verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins

Erlent

Myrti sjúklinga sína

Bresk hjúkrunarkona sem ákærð var fyrir að hafa ráðið að minnsta kosti þremur sjúklingum sínum bana fannst látin á heimili sínu í vikunni.

Erlent

Til minningar um fórnarlömb hörmun

Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust,  eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af.

Erlent

Flóðavatn rís enn í New Orleans

Flóðavatnið í New Orleans rís ennþá og hafa nú verkfræðingar á vegum Bandaríkjahers verið kallaðir til að reyna að stemma stigu við vatnsflaumnum. Ástandið í borginni er skelfilegt; gamla, franska hverfið er alveg á floti og þyrlum og bátum er beitt við að hjálpa fólki sem hefst við illan leik á húsþökum heimila sinna. Lík hafa sést á floti í vatninu og er óttast að tala þeirra sem týndu lífi í hamförunum muni enn hækka.

Erlent

Til minningar um fórnarlömb hörmun

Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust,  eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af.

Erlent

Fuglaflensan mun líklega dreifast

Fuglaflensan, sem hefur gert vart við sig víða í Austur-Asíu, mun líklega dreifast til Evrópu, Mið-Austurlanda, Suður-Asíu og Afríku að mati Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Fé sett í jarðsprengjuþróun

Samtökin Fremtiden i våre hender hafa upplýst að rúmir 2,5 milljarðar íslenskra króna af olíusjóði Norðmanna hafi runnið í fjárfestingar í vopnaiðnaði.

Erlent

Norðmenn endurvekja Gulaþing

Norðmenn freista þess nú að endurvekja forna frægð Gula-þings og minna um leið á að það var fyrirmynd Alþingis Íslendinga á Þingvöllum.

Erlent

Skelfing á brú

Nú er talið að þúsund manns hafi týnt lífi, meirihlutinn konur og börn. Fólkið átti sér engrar undankomu auðið þegar troðningurinn hófst á brúnni, handrið hennar gaf sig og fólk ýmist hrökklaðist út af brúnni eða stakk sér í ána til að bjarga sér. Þar drukknuðu margir.

Erlent

Vandar kristilegum ekki kveðjurnar

Gerhard Schröder Þýskalandskanslari réðist harkalega á frambjóðendur Kristilega demókrataflokksins í ræðu í gær. Forskot kristilegu flokkanna er enn mjög mikið og ólíklegt þykir að jafnaðarmönnum takist að vinna það upp.

Erlent

Aldrei kynnst neinu þessu líku

Alabama er einn þeirra staða þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna Katrínar. Íslendingur sem þar er staddur segist aldrei hafa kynnst neinu í líkingu við rigninguna í gærkvöldi þó að hann sé staddur vel inni í landi.

Erlent

Dýrasti fellibylur sögunnar

Talið er nær öruggt að tjónið vegna fellibylsins Katrínar sé það mesta sem orðið hefur af völdum óveðurs. Olíuverð var enn afar hátt í gær og skreið verðið á fatinu yfir sjötíu dali annan daginn í röð.

Erlent

Óþreyjan vex

Risið á fólkinu sem leitaði skjóls á Louisiana Superdome leikvanginum undan Katrínu var orðið verulega lágt í gær.

Erlent

Prinsessan verður flengd

Sikhanyiso prinsessa í Svasílandi hefur komið sér í vandræði eftir að upp komst að hún hélt veislu með félögum sínum til þess að fagna því að stúlkur undir átján ára aldri mættu stunda kynlíf.

Erlent

Mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja

Til stympinga kom á milli lögreglu og fjölda mótmælenda við Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu í dag, en þar fer fram ráðstefna helstu leiðtoga í alþjóðlegu viðskiptalífi á vegum viðskiptatímaritsins <em>Forbes</em>. Nokkur hundruð mótmælendur söfnuðust saman í Sydney og gengu að Óperuhúsinu þar sem þeir mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja í alþjóðavæðingu heimsins og stefnu Johns Howards, forsætisráðherra Ástralíu.

Erlent

Brennuvargar urðu barni að bana

Lögregla í Bretlandi leitar nú tveggja manna sem réðust inn í hús og kveiktu í því með þeim afleiðingum að fjögurra mánaða barn lést og móðir þess meiddist lítillega. Mennirnir ruddust inn í íbúð mæðginanna í Newcastle, rotuðu móðurina og kveiktu svo í íbúðinni. Þegar móðirin rankaði við sér höfðu hendur hennar verið bundnar fyrir aftan bak en henni tókst að hringja í neyðarlínuna með því að nota tunguna.

Erlent

Annar bruninn á fimm dögum

Sjö létust og þrettán slösuðust þegar mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi í París í Frakklandi í nótt. Þetta er í annað sinn á aðeins fimm dögum sem eldur kemur upp í íbúðarhúsi afrískra innflytjenda í borginni.

Erlent

Ofbeldisklám bannað

Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram lagafrumvarp þar sem varsla ofbeldistengds kláms verður gerð refsiverð. Bretland yrði fyrst Vesturlanda sem bannaði slíkt.

Erlent

Reyndi að skera sig á háls

Japönsk kona reyndi í morgun að skera sig á háls fyrir framan íbúð Koizumis, forsætisráðherra Japans, eftir að lögregla hafði meinað henni aðgang að lóðinni. Konan reyndi einnig að skera sig á púls en hún er ekki lífshættulega slösuð enda var eggvopnið sem hún notaði ekki mjög beitt. Í bíl konunnar fundust mótmælaspjöld gegn ríkisstjórn Koizumis.

Erlent

Handtökur vegna Hariri-morðs

Fjórir menn hafa verið hnepptir í varðhald vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, 14. febrúar síðastliðinn.

Erlent

Herlög taka gildi í New Orleans

Lögregla í New Orleans hefur lýst herlög í gildi til þess að reyna að koma í veg fyrir þjófnaði í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín fór þar um og olli miklu tjóni. Frá þessu greinir <em>Sky</em>-fréttastöðin. Útgöngubann hefur tekið gildi í borginni og íbúar eru hvattir til þess að sjóða drykkjarvatn sitt þar sem yfirvöld óttast að það hafi mengast í flóðunum sem fylgdu Katrínu.

Erlent

Felldu al-Qaida liða nærri Qaim

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hersveitir hefðu fellt nokkra al-Qaida liða í loftárás á felustað uppreisnarmanna nærri bænum Qaim við landamæri Sýrlands og Íraks. Ekki er ljóst hversu margir voru vegnir. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera segir 40 hafa látist í árásinni, sem hafi verið gerð um miðja nótt að írökskum tíma, en talskona Bandaríkjahers segir árásina hafa verið gerða snemma í morgun en tilgreinir ekki fjölda látinna.

Erlent

Handteknir vegna morðins á Hariri

Líbanska lögreglan handtók í morgun þrjá fyrrverandi leyniþjónustumenn og einn fyrrverandi þingmann. Fjórmenningarnir voru hallir undir stjórnvöld í Sýrlandi og jafnvel er talið að þeir hafi átt einhvern þátt í morðinu á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í febrúar.

Erlent

Aspirín gott fyrir hjartaaðgerð

Ný rannsókn bendir til þess að þeim sem taki aspirín fyrir hjartaaðgerð farnist betur eftir aðgerðina en þeim sem ekki taka lyfið. Rannsóknin náði til meira en 1600 hjartasjúklinga sem var skipt í tvo hópa. Aðeins 1,7 prósent þeirra sem tóku aspirín fyrir aðgerðina létust á meðan á rannsókninni stóð en 4,4 prósent þeirra sem ekki tóku lyfið létust í kjölfar aðgerðarinnar.

Erlent

Barnamorðingja leitað

Tveir karlmenn réðust inn í hús í Newcastle á sunnudagskvöldið, rotuðu þar konu sem þar bjó og kveiktu svo í. Konan vaknaði skömmu síðar, bundin á höndum, en þá var mikill reykur í íbúðinni.

Erlent

Lestarstöð rýmd í Kaupmannahöfn

Lestarstöðin Österport í Kaupmannahöfn var rýmd í dag á háannatíma vegna tösku sem enginn kannaðist við að eiga. Sprengjusveit lögreglunnar mun taka töskuna og sprengja ef engin önnur skýring finnst. Danir eru farnir að hafa vaxandi áhyggjur af hryðjuverkum og hefur öryggisgæsla á fjölförnum stöðum eins og Österport verið aukin.

Erlent

Sjö innflytjendur létust í bruna

Sjö innflytjendur frá Fílabeinsströndinni létust þegar niðurnítt íbúðarhús í úthverfi Parísar brann til grunna í fyrrinótt, þar af fjögur börn.

Erlent