Erlent

Lestarstöð rýmd í Kaupmannahöfn

Lestarstöðin Österport í Kaupmannahöfn var rýmd í dag á háannatíma vegna tösku sem enginn kannaðist við að eiga. Sprengjusveit lögreglunnar mun taka töskuna og sprengja ef engin önnur skýring finnst. Danir eru farnir að hafa vaxandi áhyggjur af hryðjuverkum og hefur öryggisgæsla á fjölförnum stöðum eins og Österport verið aukin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×