Erlent Örvænting og gripdeildir vestra Slagsmál brutust út og kveikt var í sorpi í yfirfullum og illa lyktandi íþróttaleikvangnum Superdome í gær. Þar höfðust tugþúsundir New Orleans-búa, á flótta undan flóðinu sem fellibylurinn Katrín olli, enn við. Þjóðvarðliðar streymdu til borgarinnar til að hjálpa til við að koma á lögum og reglu, en örvæntingar og gripdeilda varð æ meira vart. Erlent 1.9.2005 00:01 Leita enn horfinna ættingja Fjöldi fólks leitar enn ættingja við ána Tígris í Írak, þar sem nærri þúsund manns lét lífið í troðningi í gær. Nú er staðfest að minnst níu hundruð og sextíu hafi farist í gær og meira en átta hundruð slasast, þar af margir lífshættulega. Erlent 1.9.2005 00:01 Þriggja daga þjóðarsorg í Írak Þriggja daga þjóðarsorg er hafin í Írak, eftir að minnst níu hundruð sextíu og fimm létust í troðningi við ána Tígris í gær. Það eru staðfestar tölur, en nær öruggt er talið að vel yfir þúsund manns hafi látist. Atburðurinn átti sér stað í helgigöngu Sjíta, sem leystist upp í öngþveiti, þegar fréttist af sjálfsmorðsprengjumanni í hópnum. Erlent 1.9.2005 00:01 Lýsa ábyrgð á Lundúnaárásum Í myndbandsupptöku sem birt var í gær lýsti Ayman al-Zawahri, sem talinn er vera næstæðsti maður al-Kaída, yfir ábyrgð hryðjuverkanetsins á sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. Erlent 1.9.2005 00:01 Verstu hamfarir í sögu BNA Nú er talið að þúsundir hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Uppbyggingarstarf gæti tekið áratugi. Þjófar láta greipar sópa á hamfarasvæðunum og ástandið einkennist af glundroða.Áhrifin af völdum fellibylsins Katrínar koma æ betur í ljós. Hamfarirnar eru einhverjar þær verstu í sögu Bandaríkjanna, bæði hvað varðar mannfall og eignatjón. Erlent 1.9.2005 00:01 Leiðtogar heims fagna Samstöðu Fjöldi þjóðarleiðtoga komu saman í Gdansk í Póllandi á þriðjudag til að minnast þess að aldarfjórðungur er liðinn frá því að pólskir verkamenn stofnuðu hreyfinguna Samstöðu, undir forystu Lech Walesa. Erlent 1.9.2005 00:01 al-Qaeda lýsa yfir ábyrgð Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á spengjuárásunum á London í júlí. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi rétt í þessu frá myndbandi, þar sem samtökin lýsa ábyrgð á árásunum og hóta frekari árásum á Evrópu. Erlent 1.9.2005 00:01 Ætluðu að ráðast á Los Angeles Fjórir félagar í öfgafullu íslömsku fangagengi voru ákærðir í fyrradag fyrir að hafa áformað hryðjuverkaárás í Los Angeles. Erlent 1.9.2005 00:01 Algjör rýming yfirvofandi New Orleans mun líkjast draugaborg innan nokkurra daga ef björgunarstarf gengur að óskum, því öllum sem eftir eru í borginni hefur verið skipað burt. Borgarstjórinn, Ray Nagin, vonast til að borgin verði orðin mannlaus innan tveggja daga. Erlent 1.9.2005 00:01 Skýringa frá stjórnvöldum krafist Tugþúsundir Íraka mættu við útfarir þeirra sem dóu í öngþveitinu í Bagdad í fyrradag. Gagnrýni fer nú vaxandi á ríkisstjórnina fyrir að hafa mistekist að koma í veg fyrir harmleikinn. Erlent 1.9.2005 00:01 Uppreisnarmenn skotnir í Pakistan Indverskir hermenn skutu í morgun níu uppreisnarmenn til bana við landamæri Pakistans. Uppreisnarmennirnir, sem höfðu mikið af vopnum í fórum sínum, voru að reyna að smygla sér yfir landamærin, þegar til skotbardaganna kom. Erlent 1.9.2005 00:01 Safna liði gegn Arroyo Stjórnarandstaðan á Filippseyjum safnar nú liði til að krefjast lögsóknar á hendur forseta landsins Gloriu Macapagal Arroyo, eftir að stuðningsmenn hennar í sérstakri þingnefnd ákváðu að falla frá þremur ákærum á hendur henni. Arroyo er meðal annars sökuð um kosningasvindl. Erlent 1.9.2005 00:01 Handtóku móðurina Lögregla hefur handtekið móður fjögurra mánaða drengs sem lést í eldsvoða um helgina. Erlent 1.9.2005 00:01 Glundroði í New Orleans Algjör glundroði ríkir í New Orleans eftir fellybylinn Katrínu, sem nú er óttast að hafi orðið þúsundum manna að bana. Talið er að allt að hundrað þúsund manns séu enn í borginni, en aðeins fjórðungur þeirra er í Súperdóme höllinni, sem átti að hýsa alla sem ekki kæmust burt. Erlent 1.9.2005 00:01 Óttast um líf þúsund sjía Allt að eitt þúsund manns eru taldir hafa beðið bana í höfuðborg Íraks í gær þegar helgiganga sjía leystist upp í öngþveiti vegna ótta um að sjálfsmorðsprengjumaður væri í hópnum. Flestir hinna látnu tróðust undir í mannþrönginni en einnig drukknuðu margir í ánni Tígris. Erlent 31.8.2005 00:01 Clarke tekur slaginn Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur lýst yfir að hann vilji verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins Erlent 31.8.2005 00:01 Myrti sjúklinga sína Bresk hjúkrunarkona sem ákærð var fyrir að hafa ráðið að minnsta kosti þremur sjúklingum sínum bana fannst látin á heimili sínu í vikunni. Erlent 31.8.2005 00:01 Til minningar um fórnarlömb hörmun Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust, eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af. Erlent 31.8.2005 00:01 Flóðavatn rís enn í New Orleans Flóðavatnið í New Orleans rís ennþá og hafa nú verkfræðingar á vegum Bandaríkjahers verið kallaðir til að reyna að stemma stigu við vatnsflaumnum. Ástandið í borginni er skelfilegt; gamla, franska hverfið er alveg á floti og þyrlum og bátum er beitt við að hjálpa fólki sem hefst við illan leik á húsþökum heimila sinna. Lík hafa sést á floti í vatninu og er óttast að tala þeirra sem týndu lífi í hamförunum muni enn hækka. Erlent 31.8.2005 00:01 Til minningar um fórnarlömb hörmun Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust, eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af. Erlent 31.8.2005 00:01 Fuglaflensan mun líklega dreifast Fuglaflensan, sem hefur gert vart við sig víða í Austur-Asíu, mun líklega dreifast til Evrópu, Mið-Austurlanda, Suður-Asíu og Afríku að mati Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 31.8.2005 00:01 Fé sett í jarðsprengjuþróun Samtökin Fremtiden i våre hender hafa upplýst að rúmir 2,5 milljarðar íslenskra króna af olíusjóði Norðmanna hafi runnið í fjárfestingar í vopnaiðnaði. Erlent 31.8.2005 00:01 Norðmenn endurvekja Gulaþing Norðmenn freista þess nú að endurvekja forna frægð Gula-þings og minna um leið á að það var fyrirmynd Alþingis Íslendinga á Þingvöllum. Erlent 31.8.2005 00:01 Skelfing á brú Nú er talið að þúsund manns hafi týnt lífi, meirihlutinn konur og börn. Fólkið átti sér engrar undankomu auðið þegar troðningurinn hófst á brúnni, handrið hennar gaf sig og fólk ýmist hrökklaðist út af brúnni eða stakk sér í ána til að bjarga sér. Þar drukknuðu margir. Erlent 31.8.2005 00:01 Vandar kristilegum ekki kveðjurnar Gerhard Schröder Þýskalandskanslari réðist harkalega á frambjóðendur Kristilega demókrataflokksins í ræðu í gær. Forskot kristilegu flokkanna er enn mjög mikið og ólíklegt þykir að jafnaðarmönnum takist að vinna það upp. Erlent 31.8.2005 00:01 Ár liðið frá harmleiknum í Beslan Tsjetsjenski uppreisnarleiðtoginn Shamil Basajev hefur lýst því yfir að rússneska leyniþjónustan beri alla ábyrgð á morðunum í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu. Í dag er ár liðið síðan harmleikurinn hófst. Erlent 31.8.2005 00:01 Áhrifa fellibylsins mun gæta lengi Áhrifa Katrínar mun gæta um langan tíma. Hún eyðilagði stóran hluta þess húsnæðis sem varð á leið hennar, eiturefni og skólp blandast flóðavatninu og áhrifin á efnahagslífið í Bandaríkjunum gætu orðið mikil. Erlent 31.8.2005 00:01 Fær ekki að höfða skaðabótamál Karlmaður sem sat 22 ár í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki getur ekki höfðað skaðabótamál á hendur Flórídaríki. Þannig hljóðar úrskurður dómara í máli Wilton Dedge, sem var dæmdur fyrir nauðgun sem hefur síðan verið sýnt fram á að hann var saklaus af. Erlent 31.8.2005 00:01 Búist við hamförum á Tævan Á Tævan er búist við hamförum, en fellibylurinn Talim stefnir þangað hraðbyri. Hávaðarok og úrhellisrigning hafa þegar leitt til þess að búið er að loka skólum og opinberum stofnunum. Vindhraðinn er yfir fimmtíu metrar á sekúndu og fer í hviðum upp í sextíu og fjóra metra á sekúndu. Búist er við að stormurinn skelli á Tævan af fullum krafti innan fárra klukkustunda. Erlent 31.8.2005 00:01 Yfir 600 manns tróðust undir Nú er ljóst að ekki færri en sex hundruð og fjörutíu týndu lífi þegar hundruð sjíta tróðust yfir brú yfir ánna Tígris í Bagdad í morgun. Fólkið var allt á leið tiil Kadhimiya-moskunnar þegar fréttist af sjálfsmorðsárásarmanni í þvögunni. Erlent 31.8.2005 00:01 « ‹ ›
Örvænting og gripdeildir vestra Slagsmál brutust út og kveikt var í sorpi í yfirfullum og illa lyktandi íþróttaleikvangnum Superdome í gær. Þar höfðust tugþúsundir New Orleans-búa, á flótta undan flóðinu sem fellibylurinn Katrín olli, enn við. Þjóðvarðliðar streymdu til borgarinnar til að hjálpa til við að koma á lögum og reglu, en örvæntingar og gripdeilda varð æ meira vart. Erlent 1.9.2005 00:01
Leita enn horfinna ættingja Fjöldi fólks leitar enn ættingja við ána Tígris í Írak, þar sem nærri þúsund manns lét lífið í troðningi í gær. Nú er staðfest að minnst níu hundruð og sextíu hafi farist í gær og meira en átta hundruð slasast, þar af margir lífshættulega. Erlent 1.9.2005 00:01
Þriggja daga þjóðarsorg í Írak Þriggja daga þjóðarsorg er hafin í Írak, eftir að minnst níu hundruð sextíu og fimm létust í troðningi við ána Tígris í gær. Það eru staðfestar tölur, en nær öruggt er talið að vel yfir þúsund manns hafi látist. Atburðurinn átti sér stað í helgigöngu Sjíta, sem leystist upp í öngþveiti, þegar fréttist af sjálfsmorðsprengjumanni í hópnum. Erlent 1.9.2005 00:01
Lýsa ábyrgð á Lundúnaárásum Í myndbandsupptöku sem birt var í gær lýsti Ayman al-Zawahri, sem talinn er vera næstæðsti maður al-Kaída, yfir ábyrgð hryðjuverkanetsins á sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. Erlent 1.9.2005 00:01
Verstu hamfarir í sögu BNA Nú er talið að þúsundir hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Uppbyggingarstarf gæti tekið áratugi. Þjófar láta greipar sópa á hamfarasvæðunum og ástandið einkennist af glundroða.Áhrifin af völdum fellibylsins Katrínar koma æ betur í ljós. Hamfarirnar eru einhverjar þær verstu í sögu Bandaríkjanna, bæði hvað varðar mannfall og eignatjón. Erlent 1.9.2005 00:01
Leiðtogar heims fagna Samstöðu Fjöldi þjóðarleiðtoga komu saman í Gdansk í Póllandi á þriðjudag til að minnast þess að aldarfjórðungur er liðinn frá því að pólskir verkamenn stofnuðu hreyfinguna Samstöðu, undir forystu Lech Walesa. Erlent 1.9.2005 00:01
al-Qaeda lýsa yfir ábyrgð Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á spengjuárásunum á London í júlí. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi rétt í þessu frá myndbandi, þar sem samtökin lýsa ábyrgð á árásunum og hóta frekari árásum á Evrópu. Erlent 1.9.2005 00:01
Ætluðu að ráðast á Los Angeles Fjórir félagar í öfgafullu íslömsku fangagengi voru ákærðir í fyrradag fyrir að hafa áformað hryðjuverkaárás í Los Angeles. Erlent 1.9.2005 00:01
Algjör rýming yfirvofandi New Orleans mun líkjast draugaborg innan nokkurra daga ef björgunarstarf gengur að óskum, því öllum sem eftir eru í borginni hefur verið skipað burt. Borgarstjórinn, Ray Nagin, vonast til að borgin verði orðin mannlaus innan tveggja daga. Erlent 1.9.2005 00:01
Skýringa frá stjórnvöldum krafist Tugþúsundir Íraka mættu við útfarir þeirra sem dóu í öngþveitinu í Bagdad í fyrradag. Gagnrýni fer nú vaxandi á ríkisstjórnina fyrir að hafa mistekist að koma í veg fyrir harmleikinn. Erlent 1.9.2005 00:01
Uppreisnarmenn skotnir í Pakistan Indverskir hermenn skutu í morgun níu uppreisnarmenn til bana við landamæri Pakistans. Uppreisnarmennirnir, sem höfðu mikið af vopnum í fórum sínum, voru að reyna að smygla sér yfir landamærin, þegar til skotbardaganna kom. Erlent 1.9.2005 00:01
Safna liði gegn Arroyo Stjórnarandstaðan á Filippseyjum safnar nú liði til að krefjast lögsóknar á hendur forseta landsins Gloriu Macapagal Arroyo, eftir að stuðningsmenn hennar í sérstakri þingnefnd ákváðu að falla frá þremur ákærum á hendur henni. Arroyo er meðal annars sökuð um kosningasvindl. Erlent 1.9.2005 00:01
Handtóku móðurina Lögregla hefur handtekið móður fjögurra mánaða drengs sem lést í eldsvoða um helgina. Erlent 1.9.2005 00:01
Glundroði í New Orleans Algjör glundroði ríkir í New Orleans eftir fellybylinn Katrínu, sem nú er óttast að hafi orðið þúsundum manna að bana. Talið er að allt að hundrað þúsund manns séu enn í borginni, en aðeins fjórðungur þeirra er í Súperdóme höllinni, sem átti að hýsa alla sem ekki kæmust burt. Erlent 1.9.2005 00:01
Óttast um líf þúsund sjía Allt að eitt þúsund manns eru taldir hafa beðið bana í höfuðborg Íraks í gær þegar helgiganga sjía leystist upp í öngþveiti vegna ótta um að sjálfsmorðsprengjumaður væri í hópnum. Flestir hinna látnu tróðust undir í mannþrönginni en einnig drukknuðu margir í ánni Tígris. Erlent 31.8.2005 00:01
Clarke tekur slaginn Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur lýst yfir að hann vilji verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins Erlent 31.8.2005 00:01
Myrti sjúklinga sína Bresk hjúkrunarkona sem ákærð var fyrir að hafa ráðið að minnsta kosti þremur sjúklingum sínum bana fannst látin á heimili sínu í vikunni. Erlent 31.8.2005 00:01
Til minningar um fórnarlömb hörmun Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust, eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af. Erlent 31.8.2005 00:01
Flóðavatn rís enn í New Orleans Flóðavatnið í New Orleans rís ennþá og hafa nú verkfræðingar á vegum Bandaríkjahers verið kallaðir til að reyna að stemma stigu við vatnsflaumnum. Ástandið í borginni er skelfilegt; gamla, franska hverfið er alveg á floti og þyrlum og bátum er beitt við að hjálpa fólki sem hefst við illan leik á húsþökum heimila sinna. Lík hafa sést á floti í vatninu og er óttast að tala þeirra sem týndu lífi í hamförunum muni enn hækka. Erlent 31.8.2005 00:01
Til minningar um fórnarlömb hörmun Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust, eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af. Erlent 31.8.2005 00:01
Fuglaflensan mun líklega dreifast Fuglaflensan, sem hefur gert vart við sig víða í Austur-Asíu, mun líklega dreifast til Evrópu, Mið-Austurlanda, Suður-Asíu og Afríku að mati Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 31.8.2005 00:01
Fé sett í jarðsprengjuþróun Samtökin Fremtiden i våre hender hafa upplýst að rúmir 2,5 milljarðar íslenskra króna af olíusjóði Norðmanna hafi runnið í fjárfestingar í vopnaiðnaði. Erlent 31.8.2005 00:01
Norðmenn endurvekja Gulaþing Norðmenn freista þess nú að endurvekja forna frægð Gula-þings og minna um leið á að það var fyrirmynd Alþingis Íslendinga á Þingvöllum. Erlent 31.8.2005 00:01
Skelfing á brú Nú er talið að þúsund manns hafi týnt lífi, meirihlutinn konur og börn. Fólkið átti sér engrar undankomu auðið þegar troðningurinn hófst á brúnni, handrið hennar gaf sig og fólk ýmist hrökklaðist út af brúnni eða stakk sér í ána til að bjarga sér. Þar drukknuðu margir. Erlent 31.8.2005 00:01
Vandar kristilegum ekki kveðjurnar Gerhard Schröder Þýskalandskanslari réðist harkalega á frambjóðendur Kristilega demókrataflokksins í ræðu í gær. Forskot kristilegu flokkanna er enn mjög mikið og ólíklegt þykir að jafnaðarmönnum takist að vinna það upp. Erlent 31.8.2005 00:01
Ár liðið frá harmleiknum í Beslan Tsjetsjenski uppreisnarleiðtoginn Shamil Basajev hefur lýst því yfir að rússneska leyniþjónustan beri alla ábyrgð á morðunum í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu. Í dag er ár liðið síðan harmleikurinn hófst. Erlent 31.8.2005 00:01
Áhrifa fellibylsins mun gæta lengi Áhrifa Katrínar mun gæta um langan tíma. Hún eyðilagði stóran hluta þess húsnæðis sem varð á leið hennar, eiturefni og skólp blandast flóðavatninu og áhrifin á efnahagslífið í Bandaríkjunum gætu orðið mikil. Erlent 31.8.2005 00:01
Fær ekki að höfða skaðabótamál Karlmaður sem sat 22 ár í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki getur ekki höfðað skaðabótamál á hendur Flórídaríki. Þannig hljóðar úrskurður dómara í máli Wilton Dedge, sem var dæmdur fyrir nauðgun sem hefur síðan verið sýnt fram á að hann var saklaus af. Erlent 31.8.2005 00:01
Búist við hamförum á Tævan Á Tævan er búist við hamförum, en fellibylurinn Talim stefnir þangað hraðbyri. Hávaðarok og úrhellisrigning hafa þegar leitt til þess að búið er að loka skólum og opinberum stofnunum. Vindhraðinn er yfir fimmtíu metrar á sekúndu og fer í hviðum upp í sextíu og fjóra metra á sekúndu. Búist er við að stormurinn skelli á Tævan af fullum krafti innan fárra klukkustunda. Erlent 31.8.2005 00:01
Yfir 600 manns tróðust undir Nú er ljóst að ekki færri en sex hundruð og fjörutíu týndu lífi þegar hundruð sjíta tróðust yfir brú yfir ánna Tígris í Bagdad í morgun. Fólkið var allt á leið tiil Kadhimiya-moskunnar þegar fréttist af sjálfsmorðsárásarmanni í þvögunni. Erlent 31.8.2005 00:01