Erlent

Vona að fjarskiptum sé um að kenna

Bróðir Lilju Ólafsdóttur Hansch, sem saknað er eftir fellibylinn Katrínu, segist vona að ekkert verra en slæmt fjarskiptasamband valdi því að fjölskyldan hafi ekki enn heyrt frá henni.

Erlent

Fjórtán látnir í eldsvoða í París

Að minnsta kosti fjórtán létust, þar af þrjú börn, í enn einum eldsvoðanum í Frakklandi í gærkvöld. Meira en sextíu manns hafa látið lífið í brunum þar frá því í apríl.

Erlent

Biðja ESB og NATO um aðstoð

Bandaríkjamenn hafa formlega beðið bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið um neyðaraðstoð vegna fellibylsins Katrínar sem reið yfir suðurströnd landsins fyrir tæpri viku. Framkvæmdastjórn ESB segir Bandaríkjastjórn hafa beðið um sjúkragögn, teppi, vatnsbíla og matvæli fyrir íbúa á hamfarasvæðunum.

Erlent

Lokuðu skóla vegna veikinda

Yfirvöld í Mississippi lokuðu í dag skóla, þar sem hópur fórnarlamba hamfaranna við suðurströnd Bandaríkjanna hafði dvalið, eftir að yfir 20 manns veiktust þar. Eftir því sem kemur fram á fréttavef <em>CNN</em> höfðu um 400 manns hafst þar við síðan á mánudag þegar fellibylurinn reið yfir.

Erlent

Rehnquist fallinn frá

William H. Rehnquist, sem var forseti hæstaréttar Bandaríkjanna í nærri tvo áratugi, lést á heimili sínu á laugardag. Banamein hans var krabbamein. Með fráfalli hans gefst George W. Bush Bandaríkjaforseta færi á að skipa annan dómara í réttinn á skömmum tíma.

Erlent

Flóttamannavandi í Bandaríkjunum

Flestir íbúar New Orleans hafa verið fluttir brott. Eftir stendur borg í rústum, þar sem lík fórnarlamba fellibylsins Katrínar liggja úti um allt. Bandaríkin standa frammi fyrir gríðarlegu flóttamannavandamáli og óska eftir aðstoð frá Evrópusambandinu.

Erlent

Fleiri Danir vilja vera naktir

Félögum í samtökum nektarsinna í Danmörku hefur fjölgað um tæpan þriðjung á ári síðastliðin þrjú ár. Haft er eftir forsvarsmanni samtakanna í danska blaðinu Politiken að fjölgunin eigi sér rætur í andstöðu fólks við þá miklu dýrkun mannslíkamans sem nú ríki.

Erlent

Mannskætt tilræði á Indlandi

24 lögreglumenn og einn óbreyttur borgari létust þegar öflug jarðsprengja sprakk undir liðsflutningabíl lögreglu í miðhluta Indlands seint í gærkvöld. Talið er að skæruliðar maóista í landinu hafi komið sprengjunni fyrir á vegi og sprengt hana þegar bílnum var ekið hjá. Sprengingin var svo ölfug að bíllinn þeyttist 10 metra upp í loftið og tættist í sundur.

Erlent

Kanslarinn hafði betur

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, kanslaraefni Kristilega demókrataflokksins (CDU), mættust í sjónvarpseinvígi í gærkvöld, eina slíka einvíginu sem fram fer í kosningabaráttunni fyrir þýsku þingkosningarnar hinn 18. þessa mánaðar.

Erlent

Byrjað að safna saman líkum

Brottflutningi íbúa frá New Orleans er að mestu lokið. Bæði íþróttahöllin SuperDome og ráðstefnumiðstöð borgarinnar hafa verið tæmdar af fólki og byrjað er að safna saman líkum af götunum.

Erlent

Minntust komu Andersens til Köben

Kaupmannahöfn breyttist í sannkallað ævintýraland þegar borgarbúar héldu 4. september hátíðlegan, en þann dag árið 1819 kom H.C. Andersen fyrst til höfuðborgarinnar.

Erlent

Búa þjóðina undir hið versta

Michael Leavitt, ráðherra heilbrigðis- og mannúðarmála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, sagði í gær að nú væri reiknað með að þúsundir manna hefðu látið lífið af völdum fellibylsins Katrínar. Þetta var í fyrsta sinn sem talsmaður alríkisstjórnarinnar viðurkenndi opinberlega að manntjónið væri svona mikið.

Erlent

Réttarhöld hefjast 19. október

Ríkisstjórn Íraks hefur staðfest að réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, hefjist 19. október næstkomandi. Þar verður réttað yfir honum vegna fjöldamorðanna í bænum Dujail árið 1982, en 143 voru myrtir í bænum eftir misheppnað banatilræði við forsetan fyrrverandi.

Erlent

Segja hamfarir reiði guðs

Hryðjuverkasamtökin al-Qaida fögnuðu í dag mannfallinu í hamförunum í Bandaríkjunum og sögðu þær hefnd guðs. Í yfirlýsingu á heimasíðu sem samtökin nota segja þau að bænum hinna kúguðu hafi verið svarað og kúgunarþjóðin Bandaríkin hefði fengið að kenna á reiði guðs. Ekki er búið að staðfesta hvort yfirlýsingin er ekta en al-Qaida samtökin eru sem kunnugt er í hópi hörðustu andstæðinga Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi.

Erlent

Forseti Hæstaréttar BNA látinn

William H. Rehnquist, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, lést í gær eftir erfiða baráttu við skjaldskirtilskrabbamein. Rehnquist, sem var áttræður, tók sæti í Hæstarétti árið 1972 í tíð Richards Nixons en það var Ronald Reagen sem skipaði hann forseta réttarins árið 1986.

Erlent

Íslenskrar konu enn saknað

Ekkert hefur enn spurst til Lilju Aðalbjargar Ólafsdóttur Hansch, sem búsett er í Mississippi. Fjölskylda hennar heyrði síðast í henni á mánudag í þann mund er fellibylurinn Katrín skall á borginni Gulfport þar sem hún býr. Utanríkisráðuneytið leitar nú allra leiða til að hafa uppi á henni. Ekki er vitað til þess að fleiri Íslendinga sé saknað.

Erlent

Drápu eftirlýstan uppreisnarmann

Lögregla í Sádi-Arabíu skaut í dag eftirlýstan uppreisnarmann til bana og særði annan í skotbardaga í olíuborginni Dammam. Þá mun hún vera á hælunum á þriðja manninum og hefur umkringt hús þar sem talið er að hann feli sig, eftir því sem Reuters-fréttastofan greinir frá.

Erlent

Fer utan að leita systur sinnar

Bróðir Lilju Ólafsdóttur Hansch, sem saknað er eftir fellibylinn í Bandaríkjunum, stefnir að því að fara utan á morgun til að leita systur sinnar.

Erlent

Brottflutningi að ljúka

Brottflutningi íbúa frá New Orleans er að mestu lokið. Bæði íþróttahöllin SuperDome og ráðstefnumiðstöð borgarinnar hafa verið tæmdar af fólki. Björgunarmenn hafa heyrt hrikalegar sögur af því sem gekk á á meðan tugþúsundir íbúa biðu dögum saman eftir að aðstoð bærist.

Erlent

Gefin saman í búðum í Mississippi

Það berast ekki eingöngu hörmungarsögur frá hamfarasvæðunum í suðurríkjum Bandaríkjanna. <em>CNN</em> greinir frá því í dag að par hafi í gær verið gefið saman í einum af búðunum sem komið hefur verið upp í Mississippi fyrir þá sem eiga um sárt að binda.

Erlent

Þriðji stórbruninn í París

Tólf létust og margir eru slasaðir eftir þriðja stórbrunann í París á innan við tveimur vikum. Eldurinn kviknaði í fimmtán hæða húsi í suðurhluta borgarinnar um ellefuleytið í gærkvöldi. 166u slökkviliðsmenn börðust við eldinn í nótt og gekk slökkvistarfið að sögn vel. Flestir þeirra sem létust dóu úr reykeitrun.

Erlent

Mótmæla einræði Nepalkonungs

Lögregla beitti táragasi og bambuskylfum til að stöðva mótmælagöngu þúsunda lýðræðissinna í Katmandu, höfuðborg Nepals, í gær. Meðal handtekinna var Girija Prasad Koirala, fyrrverandi forsætisráðherra landsins og formaður stærsta stjórnmálaflokksins, Nepalska Kongressflokksins.

Erlent

Kúveitar gefa Bandaríkjunum olíu

Kúveit hefur ákveðið að veita Bandaríkjamönnum olíu og aðra aðstoð að andvirði 30 milljarðar íslenskra króna vegna hamfaranna í Suðurríkjunum. Olíuvinnsla í átta olíuhreinsistöðvum við Mexíkóflóa liggur niðri eftir yfirreið fellibylsins Katrínar og hafa Bandaríkjamenn því um 10 prósentum minni olíu að spila úr en fyrir hamfarirnar. Farið er að gæta skorts á bensíni á svæðinu og því ákváðu Kúveitar að bregðast við.

Erlent

Lögregla skýtur verktaka

Lögregla skaut átta menn á brú í New Orleans í gær, þar af fimm eða sex til bana, að sögn varalögreglustjóra. Sagði hann mennina hafa verið vopnaða. Talsmaður verkfræðideildar hersins sagði mennina hafa verið verktaka á leið að gera við síkisvegg.

Erlent

Hafði betur í baráttu við hákarl

Fertugur fjölskyldufaðir slapp á undraverðan hátt þegar ríflega fjögurra metra langur hvítháfur réðst á hann úti fyrir ströndum Sydney í Ástralíu. Maðurinn, sem hafði verið að fagna feðradeginum með tveimur börnum sínum á ströndinni, var á brimbretti þegar hárkarlinn lét til skarar skríða.

Erlent

17 her- og lögreglumenn felldir

Byssumenn drápu 17 írakska her- og lögreglumenn og særðu 16 í þremur árásum nærri Baquba, norður af Bagdad, í dag. Fjórir hermenn létust í árás á eftirlitsstöð norður af Baquba snemma í morgun og jafnmargir lögreglumenn féllu við aðra eftirlitsstöð í miðborginni. Þá létust sjö lögreglumenn og tveir hermenn á enn einni eftirlitsstöðinni í skotárás suður af borginni.

Erlent

Afþökkuðu aðstoð Íslendinga

Að minnsta kosti 44 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð við björgunarstörf og neyðaraðstoð, þar sem fellibylurinn Katrín reið yfir, Ísland þeirra á meðal. Alþjóðlega rústabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær en aðstoð hennar var afþökkuð í dag.

Erlent

Aftökur halda áfram í Sádi-Arabíu

Sádi-Arabi var í dag tekinn af lífi í hinni helgu borg Mekka eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt landa sinn þegar þeir deildu. Fjöldi þeirra sem teknir hafa verið af lífi í Sádi-Arabíu vegna glæpa í ár er þá kominn upp í 60, en ströng sharia-lög gilda í landinu og eru dæmdir morðingjar, nauðgarar og eiturlyfjasmyglarar hálshöggnir á torgum öðrum til viðvörunar.

Erlent

Verkfall hjá flugvirkjum Boeing

Boeing-flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum hafa neyðst til þess að stöðva framleiðslu á flugvélum vegna verkfalls um 18 þúsund flugvirkja hjá félaginu. Boeing hefur átt í deilum við flugvirkjana að undanförnu og í kjölfar þess að þeir höfnuðu nýjast samningstilboði verksmiðjanna skall verkfallið á.

Erlent