Erlent

Fer utan að leita systur sinnar

Bróðir Lilju Ólafsdóttur Hansch, sem saknað er eftir fellibylinn í Bandaríkjunum, stefnir að því að fara utan á morgun til að leita systur sinnar. Ekkert hefur enn heyrst frá Lilju Ólafsdóttur Hansch, en símtal hennar við systur sína á Íslandi, slitnaði þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir Missisippi. Fjarskiptasamband við þann hluta Bandaríkjanna er enn í lamasessi og fjölskylda Lilju vonar að það sé ástæðan fyrir því að þau hafa ekki heryrt frá henni ennþá. Utanríkisráðuneytið hefur gert margvíslegar ráðstafanir til þess að finna Lilju og sama hefur fjölskylda hennar gert. Bróðir Lilju er Jakob Ólafsson, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni. Starfsmenn Gæslunnar hafa sótt sjómælingaskóla í Gulfport í Missisippi, en það er heimabær Lilju. Starfsmenn skólans voru flestir farnir áður en fellibylurinn gekk yfir en eru nú að tínast heim aftur og Jakob hefur verið í sambandi við þá. Hann stefnir á að fara sjálfur til Bandaríkjanna á morgun, til þess að leita að systur sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×