Erlent

Þriðji stórbruninn í París

Tólf létust og margir eru slasaðir eftir þriðja stórbrunann í París á innan við tveimur vikum. Eldurinn kviknaði í fimmtán hæða húsi í suðurhluta borgarinnar um ellefuleytið í gærkvöldi. 166u slökkviliðsmenn börðust við eldinn í nótt og gekk slökkvistarfið að sögn vel. Flestir þeirra sem létust dóu úr reykeitrun. 36 manns hafa farist í þessum þremur eldsvoðum undanfarinn hálfan mánuð, flestir þeldökkir innflytjendur frá Afríkuríkjum. Mikil reiði ríkir meðal innflytjenda vegna þessa en margir þeirra búa í niðurníddu húsnæði þar sem engar brunavarnir eru til staðar og eldsmatur mikill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×