Erlent

Mótmæla einræði Nepalkonungs

Lögregla beitti táragasi og bambuskylfum til að stöðva mótmælagöngu þúsunda lýðræðissinna í Katmandu, höfuðborg Nepals, í gær. Meðal handtekinna var Girija Prasad Koirala, fyrrverandi forsætisráðherra landsins og formaður stærsta stjórnmálaflokksins, Nepalska Kongressflokksins. Um fimm þúsund manns hrópuðu "Við viljum lýðræði" til að mótmæla alræðisvaldi Gyanendra konungs, sem hann tók sér 1. febrúar síðstliðinn. Þá ráðstöfun réttlætti konungurinn með því að öðruvísi yrði uppreisn maóista ekki kveðin niður. Koirala, sem er áttræður að aldri, missti meðvitund um stund í stympingum við lögregluna. Hann var fluttur á sjúkrahús, en læknar þar sögðu meiðsl hans aðeins smávægileg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×