Erlent

Kúveitar gefa Bandaríkjunum olíu

Kúveit hefur ákveðið að veita Bandaríkjamönnum olíu og aðra aðstoð að andvirði 30 milljarðar íslenskra króna vegna hamfaranna í Suðurríkjunum. Olíuvinnsla í átta olíuhreinsistöðvum við Mexíkóflóa liggur niðri eftir yfirreið fellibylsins Katrínar og hafa Bandaríkjamenn því um 10 prósentum minni olíu að spila úr en fyrir hamfarirnar. Farið er að gæta skorts á bensíni á svæðinu og því ákváðu Kúveitar að bregðast við. Að sögn orkumálaráðherra Kúveits telja Kúveitar sig bera skyldu til að koma Bandaríkjamönnum til aðstoðar en Bandaríkin frelsuðu Kúveit árið1991 eftir að Írakar höfðu ráðist inn í landið. Olíuríkið Kúveit hefur yfir að ráða tæplega tíundahluta af olíubirgðum heimsins og þar eru framleiddar um 2,6 milljónir olíutunna á dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×