Erlent

Íslenskrar konu enn saknað

Ekkert hefur enn spurst til Lilju Aðalbjargar Ólafsdóttur Hansch, sem búsett er í Mississippi. Fjölskylda hennar heyrði síðast í henni á mánudag í þann mund er fellibylurinn Katrín skall á borginni Gulfport þar sem hún býr. Utanríkisráðuneytið leitar nú allra leiða til að hafa uppi á henni. Ekki er vitað til þess að fleiri Íslendinga sé saknað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×