Erlent

Réttarhöld hefjast 19. október

Ríkisstjórn Íraks hefur staðfest að réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, hefjist 19. október næstkomandi. Þar verður réttað yfir honum vegna fjöldamorðanna í bænum Dujail árið 1982, en 143 voru myrtir í bænum eftir misheppnað banatilræði við forsetan fyrrverandi. Verði Hussein sakfelldur fyrir morðin á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en núverandi ríkisstjórn hefur tekið hana upp aftur eftir að slíkum refsingum var hætt í kjölfar innrásarinnar árið 2003. Hussein á yfir höfði sér fleiri ákærur fyrir grimmdarverk, en fjöskylda hans hefur nýverið ráðið nýja lögmenn sem hún segir betur í stakk búna til að verja hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×