Flóttamannavandi í Bandaríkjunum 4. september 2005 00:01 Flestir íbúar New Orleans hafa verið fluttir brott. Eftir stendur borg í rústum, þar sem lík fórnarlamba fellibylsins Katrínar liggja úti um allt. Bandaríkin standa frammi fyrir gríðarlegu flóttamannavandamáli og óska eftir aðstoð frá Evrópusambandinu. Loksins, loksins hafa sjálfsagt margir þeirra íbúa New Orleans sem hírst hafa í íþróttahöllinni Super Dome og ráðstefnumiðstöð New Orleans borgar undanfarna daga hugsað þegar rútur og þyrlur fóru að streyma í tugatali inn og út úr borginni, smekkfullar af flóttamönnum. Herflugvélar flugu svo með fólkið ýmist til Texas eða norðar í Louisianaríki. 120.000 manns hafast við í 97 neyðarbúðum og skýlum í Texas og önnur hundrað þúsund búa á hótelum eða mótelum í ríkinu. Ríkisstjóri Texas hefur sagt að það sé varla hægt að taka við fleiri flóttamönnum þar svo Tennessee, Indiana og Arkansas-ríki eru einnig farin að taka við flóttafólki. Þetta eru líklega mestu fólksflutningar í sögu Bandaríkjanna, þeir eiga sér engin fordæmi. Götur New Orleans eru því að mestu auðar núna, en þjóðvarðliðar reyna að fara hús úr húsi og flytja þá á brott sem enn eru á lífi inni á heimilum sínum. Frásagnir af ofbeldinu og hryllingnum sem viðgekkst á meðan tugþúsundir innlyksa íbúa biðu eftir aðstoð dögum saman eru hrikalegar. Lík liggja úti um allt og engin leið er að vita hversu margir fórust í fellibylnum sjálfum, og hversu margir létu lífið dagana eftir að hann gekk yfir, ýmist fyrir hendi glæpamanna eða úr hungri og vosbúð. James Smith, íbúi í New Orleans, sagði að honum fyndist eins og hann hefði verið í Víetnam eða Írak. Börn og gamalmenni hefðu látist í verslunarmiðstöð nærri þeim stað þar sem hann hefði hafst við. Ástandið í hreinlætismálum hefði verið hrikalegt og það hefði verið líkt og öllum væri sama um fólkið á hamfarasvæðunum. Greyhound-rútustöðinni í borginni hefur verið breytt í bráðabirgðafangelsi og þangað streyma þjóðvarðliðar með meinta glæpamenn sem þeir hafa handtekið síðasta sólarhringinn. Ástandið er auðvitað mjög slæmt víðar en í New Orleans. Í Mississippi bíður fólk einnig eftir því að komast burt frá gerónýtum húsum og menguðu flóðavatni. Alls er talið að milljón manna sé heimilislaus eftir hamfarirnar og bandarískra stjórnvalda bíður nú það gríðarstóra verkefni að koma öllu þessu fólki fyrir þar til hægt verður að byggja upp að nýju. Mánuðir gætu liðið þangað til auk þess sem margir geta einfaldlega ekki hugsað sér að snúa aftur. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu til að takast á við þetta verkefni. Beðið var um sjúkragögn fyrir fyrstu hjálp, teppi, vatnsflutningabíla og fimm hundruð þúsund tilbúnar máltíðir. Barbara Helfferich, talsmaður ESB, sagði að aðildarríkin hefðu glöð sent aðstoð fyrr, en engin slík beiðni hefði komið fyrr en nú. Flutningar hjálpargagna frá Evrópu hefjast í nótt eða í fyrramálið. Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Flestir íbúar New Orleans hafa verið fluttir brott. Eftir stendur borg í rústum, þar sem lík fórnarlamba fellibylsins Katrínar liggja úti um allt. Bandaríkin standa frammi fyrir gríðarlegu flóttamannavandamáli og óska eftir aðstoð frá Evrópusambandinu. Loksins, loksins hafa sjálfsagt margir þeirra íbúa New Orleans sem hírst hafa í íþróttahöllinni Super Dome og ráðstefnumiðstöð New Orleans borgar undanfarna daga hugsað þegar rútur og þyrlur fóru að streyma í tugatali inn og út úr borginni, smekkfullar af flóttamönnum. Herflugvélar flugu svo með fólkið ýmist til Texas eða norðar í Louisianaríki. 120.000 manns hafast við í 97 neyðarbúðum og skýlum í Texas og önnur hundrað þúsund búa á hótelum eða mótelum í ríkinu. Ríkisstjóri Texas hefur sagt að það sé varla hægt að taka við fleiri flóttamönnum þar svo Tennessee, Indiana og Arkansas-ríki eru einnig farin að taka við flóttafólki. Þetta eru líklega mestu fólksflutningar í sögu Bandaríkjanna, þeir eiga sér engin fordæmi. Götur New Orleans eru því að mestu auðar núna, en þjóðvarðliðar reyna að fara hús úr húsi og flytja þá á brott sem enn eru á lífi inni á heimilum sínum. Frásagnir af ofbeldinu og hryllingnum sem viðgekkst á meðan tugþúsundir innlyksa íbúa biðu eftir aðstoð dögum saman eru hrikalegar. Lík liggja úti um allt og engin leið er að vita hversu margir fórust í fellibylnum sjálfum, og hversu margir létu lífið dagana eftir að hann gekk yfir, ýmist fyrir hendi glæpamanna eða úr hungri og vosbúð. James Smith, íbúi í New Orleans, sagði að honum fyndist eins og hann hefði verið í Víetnam eða Írak. Börn og gamalmenni hefðu látist í verslunarmiðstöð nærri þeim stað þar sem hann hefði hafst við. Ástandið í hreinlætismálum hefði verið hrikalegt og það hefði verið líkt og öllum væri sama um fólkið á hamfarasvæðunum. Greyhound-rútustöðinni í borginni hefur verið breytt í bráðabirgðafangelsi og þangað streyma þjóðvarðliðar með meinta glæpamenn sem þeir hafa handtekið síðasta sólarhringinn. Ástandið er auðvitað mjög slæmt víðar en í New Orleans. Í Mississippi bíður fólk einnig eftir því að komast burt frá gerónýtum húsum og menguðu flóðavatni. Alls er talið að milljón manna sé heimilislaus eftir hamfarirnar og bandarískra stjórnvalda bíður nú það gríðarstóra verkefni að koma öllu þessu fólki fyrir þar til hægt verður að byggja upp að nýju. Mánuðir gætu liðið þangað til auk þess sem margir geta einfaldlega ekki hugsað sér að snúa aftur. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu til að takast á við þetta verkefni. Beðið var um sjúkragögn fyrir fyrstu hjálp, teppi, vatnsflutningabíla og fimm hundruð þúsund tilbúnar máltíðir. Barbara Helfferich, talsmaður ESB, sagði að aðildarríkin hefðu glöð sent aðstoð fyrr, en engin slík beiðni hefði komið fyrr en nú. Flutningar hjálpargagna frá Evrópu hefjast í nótt eða í fyrramálið.
Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira