Flóttamannavandi í Bandaríkjunum 4. september 2005 00:01 Flestir íbúar New Orleans hafa verið fluttir brott. Eftir stendur borg í rústum, þar sem lík fórnarlamba fellibylsins Katrínar liggja úti um allt. Bandaríkin standa frammi fyrir gríðarlegu flóttamannavandamáli og óska eftir aðstoð frá Evrópusambandinu. Loksins, loksins hafa sjálfsagt margir þeirra íbúa New Orleans sem hírst hafa í íþróttahöllinni Super Dome og ráðstefnumiðstöð New Orleans borgar undanfarna daga hugsað þegar rútur og þyrlur fóru að streyma í tugatali inn og út úr borginni, smekkfullar af flóttamönnum. Herflugvélar flugu svo með fólkið ýmist til Texas eða norðar í Louisianaríki. 120.000 manns hafast við í 97 neyðarbúðum og skýlum í Texas og önnur hundrað þúsund búa á hótelum eða mótelum í ríkinu. Ríkisstjóri Texas hefur sagt að það sé varla hægt að taka við fleiri flóttamönnum þar svo Tennessee, Indiana og Arkansas-ríki eru einnig farin að taka við flóttafólki. Þetta eru líklega mestu fólksflutningar í sögu Bandaríkjanna, þeir eiga sér engin fordæmi. Götur New Orleans eru því að mestu auðar núna, en þjóðvarðliðar reyna að fara hús úr húsi og flytja þá á brott sem enn eru á lífi inni á heimilum sínum. Frásagnir af ofbeldinu og hryllingnum sem viðgekkst á meðan tugþúsundir innlyksa íbúa biðu eftir aðstoð dögum saman eru hrikalegar. Lík liggja úti um allt og engin leið er að vita hversu margir fórust í fellibylnum sjálfum, og hversu margir létu lífið dagana eftir að hann gekk yfir, ýmist fyrir hendi glæpamanna eða úr hungri og vosbúð. James Smith, íbúi í New Orleans, sagði að honum fyndist eins og hann hefði verið í Víetnam eða Írak. Börn og gamalmenni hefðu látist í verslunarmiðstöð nærri þeim stað þar sem hann hefði hafst við. Ástandið í hreinlætismálum hefði verið hrikalegt og það hefði verið líkt og öllum væri sama um fólkið á hamfarasvæðunum. Greyhound-rútustöðinni í borginni hefur verið breytt í bráðabirgðafangelsi og þangað streyma þjóðvarðliðar með meinta glæpamenn sem þeir hafa handtekið síðasta sólarhringinn. Ástandið er auðvitað mjög slæmt víðar en í New Orleans. Í Mississippi bíður fólk einnig eftir því að komast burt frá gerónýtum húsum og menguðu flóðavatni. Alls er talið að milljón manna sé heimilislaus eftir hamfarirnar og bandarískra stjórnvalda bíður nú það gríðarstóra verkefni að koma öllu þessu fólki fyrir þar til hægt verður að byggja upp að nýju. Mánuðir gætu liðið þangað til auk þess sem margir geta einfaldlega ekki hugsað sér að snúa aftur. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu til að takast á við þetta verkefni. Beðið var um sjúkragögn fyrir fyrstu hjálp, teppi, vatnsflutningabíla og fimm hundruð þúsund tilbúnar máltíðir. Barbara Helfferich, talsmaður ESB, sagði að aðildarríkin hefðu glöð sent aðstoð fyrr, en engin slík beiðni hefði komið fyrr en nú. Flutningar hjálpargagna frá Evrópu hefjast í nótt eða í fyrramálið. Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Flestir íbúar New Orleans hafa verið fluttir brott. Eftir stendur borg í rústum, þar sem lík fórnarlamba fellibylsins Katrínar liggja úti um allt. Bandaríkin standa frammi fyrir gríðarlegu flóttamannavandamáli og óska eftir aðstoð frá Evrópusambandinu. Loksins, loksins hafa sjálfsagt margir þeirra íbúa New Orleans sem hírst hafa í íþróttahöllinni Super Dome og ráðstefnumiðstöð New Orleans borgar undanfarna daga hugsað þegar rútur og þyrlur fóru að streyma í tugatali inn og út úr borginni, smekkfullar af flóttamönnum. Herflugvélar flugu svo með fólkið ýmist til Texas eða norðar í Louisianaríki. 120.000 manns hafast við í 97 neyðarbúðum og skýlum í Texas og önnur hundrað þúsund búa á hótelum eða mótelum í ríkinu. Ríkisstjóri Texas hefur sagt að það sé varla hægt að taka við fleiri flóttamönnum þar svo Tennessee, Indiana og Arkansas-ríki eru einnig farin að taka við flóttafólki. Þetta eru líklega mestu fólksflutningar í sögu Bandaríkjanna, þeir eiga sér engin fordæmi. Götur New Orleans eru því að mestu auðar núna, en þjóðvarðliðar reyna að fara hús úr húsi og flytja þá á brott sem enn eru á lífi inni á heimilum sínum. Frásagnir af ofbeldinu og hryllingnum sem viðgekkst á meðan tugþúsundir innlyksa íbúa biðu eftir aðstoð dögum saman eru hrikalegar. Lík liggja úti um allt og engin leið er að vita hversu margir fórust í fellibylnum sjálfum, og hversu margir létu lífið dagana eftir að hann gekk yfir, ýmist fyrir hendi glæpamanna eða úr hungri og vosbúð. James Smith, íbúi í New Orleans, sagði að honum fyndist eins og hann hefði verið í Víetnam eða Írak. Börn og gamalmenni hefðu látist í verslunarmiðstöð nærri þeim stað þar sem hann hefði hafst við. Ástandið í hreinlætismálum hefði verið hrikalegt og það hefði verið líkt og öllum væri sama um fólkið á hamfarasvæðunum. Greyhound-rútustöðinni í borginni hefur verið breytt í bráðabirgðafangelsi og þangað streyma þjóðvarðliðar með meinta glæpamenn sem þeir hafa handtekið síðasta sólarhringinn. Ástandið er auðvitað mjög slæmt víðar en í New Orleans. Í Mississippi bíður fólk einnig eftir því að komast burt frá gerónýtum húsum og menguðu flóðavatni. Alls er talið að milljón manna sé heimilislaus eftir hamfarirnar og bandarískra stjórnvalda bíður nú það gríðarstóra verkefni að koma öllu þessu fólki fyrir þar til hægt verður að byggja upp að nýju. Mánuðir gætu liðið þangað til auk þess sem margir geta einfaldlega ekki hugsað sér að snúa aftur. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu til að takast á við þetta verkefni. Beðið var um sjúkragögn fyrir fyrstu hjálp, teppi, vatnsflutningabíla og fimm hundruð þúsund tilbúnar máltíðir. Barbara Helfferich, talsmaður ESB, sagði að aðildarríkin hefðu glöð sent aðstoð fyrr, en engin slík beiðni hefði komið fyrr en nú. Flutningar hjálpargagna frá Evrópu hefjast í nótt eða í fyrramálið.
Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira