Erlent

Fleiri Danir vilja vera naktir

Félögum í samtökum nektarsinna í Danmörku hefur fjölgað um tæpan þriðjung á ári síðastliðin þrjú ár. Haft er eftir forsvarsmanni samtakanna í danska blaðinu Politiken að fjölgunin eigi sér rætur í andstöðu fólks við þá miklu dýrkun mannslíkamans sem nú ríki. Hann segir að félagar í samtökunum séu venjulegt fókl sem sé sátt við eigin líkama, þó hann falli ekki að ríkjandi ímynd um fallengan vöxt. Nektarsinnum hefur mest fjölgað í Álaborg, um 40 prósent síðastliðið hálft ár. Ástæðan er sú að nýlega var félögumí samtökunum leyft að synda nöktum í sundhöll borgarinnar á ákveðnum tímum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×