Erlent

Gefin saman í búðum í Mississippi

Það berast ekki eingöngu hörmungarsögur frá hamfarasvæðunum í suðurríkjum Bandaríkjanna. CNN greinir frá því í dag að par hafi í gær verið gefið saman í einum af búðunum sem komið hefur verið upp í Mississippi fyrir þá sem eiga um sárt að binda. Trenise Williams og unnusti hennar, Joseph Kirsh, hugðust ganga í það heilaga aðeins nokkrum stundum áður en fellibylurinn Katrín reið yfir borgina New Orleans. Brúðkaupinu var eðlilega frestað og parið missti allt sitt í hamförunum en brúðurin bjargaði þó giftingarvottorðinu. Þegar heimilislaus kona í búðunum heyrði af raunum parsins brást hún skjótt við og skipulagði brúðkaup fyrir parið í búðunum með aðstoð fólks og fyrirtækja og var það gefið saman fyrir framan fjölda fólks í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×