Erlent

Forseti Hæstaréttar BNA látinn

William H. Rehnquist, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, lést í gær eftir erfiða baráttu við skjaldskirtilskrabbamein. Rehnquist, sem var áttræður, tók sæti í Hæstarétti árið 1972 í tíð Richards Nixons en það var Ronald Reagen sem skipaði hann forseta réttarins árið 1986. Hann tilheyrði íhaldssamari hluta réttarins og er talinn hafa fært réttinn meira til hægri á síðustu árum en Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur mjög mikil áhrif þar í landi þar sem úrskurðir hans í málefnum stjórnarskrárinnar eru endanlegir. Tvö sæti eru nú laus í Hæstarétti Bandaríkjanna þar sem ekki er búið að staðfesta tilnefningu Johns Roberts í öldungardeild Bandaríkjaþings, en Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi hann í stað Söndru Day O'Connor sem hætti störfum fyrr á árinu. Roberts þykir íhaldssamur og búist er við að Bush muni einnig tilnefna íhaldssaman dómara í stað Rehnquist á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×