Erlent

Pinter fær bókmenntaverðlaunin

Breska leikritaskáldið Harold Pinter hlaut í morgun Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Sænska akademían tilkynnti í morgun að breska leikritaskáldið hefði hlotið bókmenntaverðlaun nóbels þetta árið.

Erlent

Öflugur eftirskjálfti í Pakistan

Öflugur eftirskjálfti reið yfir Islamabad, höfuðborg Pakistan í gærkvöld, fjórum dögum eftir að jarðskjálfti upp á 7,6 á richter varð að minnsta kosti 40 þúsund manns að bana í landinu.

Erlent

Ráðherralisti í Noregi

Ráðherralisti nýrrar ríkisstjórnar í Noregi verður kynntur á ríkisráðsfundi í norsku konungshöllinni í Osló á mánudag. Viðræðum forystumanna rauðgræna bandalagsins svonefnda, sem hlaut meirihluta þingsæta í þingkosningunum 12. septemer síðastliðinn, lauk í ráðstefnumiðstöðinni Soria Moria í gær.

Erlent

Blaðamönnum sleppt á Gasa

Blaðamönnunum tveimur, Bandaríkjamanni og Breta, sem palestínskir byssumenn rændu á Gasa í gærdag, var sleppt í gærkvöld. Palestínsk yfirvöld segja Fatah samtökin hafa staðið fyrir ránunum en yfirmenn öryggismála í Palestínu fengu þá lausa.

Erlent

Krefst bóta af borginni

Hinn 64 ára gamli Robert Davis, sem á dögunum var barinn af lögrelgunni í New Orleans, ætlar að höfða skaðabótamál gegn borginni. Sjálfur sagðist Davis vera saklaus fyrir dómi en hann er ákærður fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að hafa veitt viðnám við handtöku.

Erlent

Kanaan framdi sjálfsmorð

Sýrlenskir ríkisfjölmiðlar sögðu frá því í gær að rannsókn Muhammad al-Louji ríkissaksóknara á dauða Ghazi Kanaan innaríkisráðherra hefði leitt í ljós að Kanaan hefði stungið byssu upp í munn sér og hleypt. Hann kenndi hann einelti líbanskra fjölmiðla í garð Kanaan um.

Erlent

Andlitsgrímur uppseldar

Flensulyfið Tamiflu er uppselt í apótekum í Belgrad í Serbíu. Þar óttatst menn að fuglaflensufaraldur kunni að breiðast út eftir að upp komst að veiran hafði fundist í Rúmeníu sem og í Tyrklandi.

Erlent

Blindum vísað burt

Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair sætir nú mikilli gagnrýni frá samtökum fatlaðra eftir að níu blindum og sjóndöprum einstaklingum var vísað frá borði.

Erlent

Pakistanar biðja um meiri aðstoð

Musharraf forseti Pakistan, hefur beðið alþjóðasamfélagið um meiri aðstoð vegna hamfaranna þar á dögunum en hann sagði hörmungarnar meiri en stjórnvöld réðu við. Musharraf viðurkenndi að hjálpar- og björgunarstarf gengi illa en bað landsmenn um að sýna umburðarlyndi.

Erlent

Tuttugu féllu í árás í Rússlandi

Tuttugu lágu í valnum eftir árás á borgina Nalchik í Kabardino-Balkaria héraði Rússlands, skammt Tsjetsjeníu þar sem borgarastríð hefur geisað meira og minna án láts síðasta áratuginn.

Erlent

Tala látinna komin í 25 þúsund

Hjálparstarf á skjálftasvæðunum í Pakistan gengur erfiðlega, þar sem aðstoð og hjálpargögn berast seint. Stjórnvöld í Pakistan greindu frá því í morgun að minnst tuttugu og fimm þúsund manns hefðu farist í hamförunum.

Erlent

Skæruliðar felldir í Tsjetsjeníu

Fimmtíu skæruliðar hafa verið felldir og tólf óbreyttir borgarar látið lífið í hörðum átökum hers og skæruliða í borginni Naltjik, nærri Tsjetsjeníu. Skæruliðar réðust inn í barnaskóla í borginni, en starfsfólki skólans tókst að bjarga börnunum í tæka tíð. Skæruliðarnir hafa einnig ráðist inn í lögreglustöð og opinberar byggingar.

Erlent

Muntefering varakanslari

Franz Muntefering, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins, verður næsti varakanslari Þýskalands, að því er Reuter-fréttastofan greindi frá í morgun. Hann mun gegna embættinu undir forystu Angelu Merkel, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem sest í stól kanslara og tekur við af Gerhard Schröder.

Erlent

Tusk eykur forskotið á Kaczynski

Frjálshyggjumaðurinn Donald Tusk hefur aukið forskot sitt á keppinautinn um pólska forsetaembættið, íhaldsmanninn Lech Kaczynski, upp í tólf prósentustig, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. Úrslitaumferð forsetakosninganna, þar sem valið stendur á milli þeirra tveggja, fer fram 23. þessa mánaðar.

Erlent

Tugir falla í árás uppreisnarmanna

Téténskir uppreisnarmenn lýstu ábyrgð á árásinni, en með henni færðist vettvangur stríðs íslamska uppreisnarmanna á Kákasussvæðinu gegn Rússum enn frekar út, en það hefur nú staðið í á annan áratug.

Erlent

Chavez rekur burt trúboða

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur lýst því yfir að starfsmönnum bandarískum trúboðasamtakanna New Tribes verði vísað úr landi.

Erlent

Fuglaflensan komin til Evrópu

Staðfest hefur verið að alifuglar sem drápust í Tyrklandi í síðustu viku voru smitaðir af fuglaflensu af hinum hættulega H5N1-stofni. Eftir því sem veiran finnst víðar aukast líkurnar á að hún stökkbreytist og smitist á milli manna.

Erlent

Tíminn að renna út

Kuldi, vosbúð og hungur sverfa nú að bágstöddum á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan. Allstór eftirskjálfti reið yfir svæðið í gær en olli þó ekki teljandi skemmdum.

Erlent

Pinter fékk Nóbelsverðlaun

Breska leikritaskáldið Harold Pinter hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels þetta árið. Valið kom heldur á óvart og Pinter sjálfum varð víst orða vant við fréttirnar, en það ku ekki gerast oft.

Erlent

Steinmeier í þýsku utanríkismálin

Frank Walter Steinmeier, starfsmannastjóri Gerhards Schröder fráfarandi kanslara, verður næsti utanríkisráðherra Þýskalands. Þetta kom í ljós er forusta þýska jafnaðarmannaflokksins SPD staðfesti hverjir úr þeirra röðum tækju sæti í væntanlegri samsteypustjórn með kristilegum demókrötum.

Erlent

Fuglaflensan á mörkum Evrópu

Fuglaflensan mannskæða er nú komin að mörkum Evrópu. Rannsóknir á sýnum sem tekin voru úr fuglum í Tyrklandi hafa leitt í ljós afbrigði veirunnar sem er hættulegt mönnum. Tyrknesk yfirvöld segjast hafa náð að hefta útbreiðslu veirunnar.

Erlent

Tímósjenkó vinsælust

Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, hefur yfirgnæfandi forskot í nýrri skoðanakönnun um vinsældir frambjóðenda til þingkosninga.

Erlent

Stappaði stálinu í menn sína

George W. Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði bandaríska hermenn í Tikrit í Írak í gær í gegnum myndsíma frá Hvíta húsinu en búist er við að þeir muni hafa í nógu að snúast vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar á morgun.

Erlent

Aldrei meiri skötuselsafli

Rúmlega 3200 tonn veiddust af skötusel í lögsögu Færeyja í fyrra og hefur aflinn aldrei verið meiri. Þetta er um það bil helmingi meira en veiði Íslendinga árið undan.

Erlent

Stúlku bjargað úr jarðskjálftarúst

Björgunarliðsmönnum tókst í gær að bjarga fimm ára gamalli stúlku úr rústum heimilis hennar, sem hrundi í jarðskjálftanum í Pakistan síðastliðinn laugardag. Stúlkan var með meðvitund og bað um vatn að drekka. >

Erlent

Breytingar á stjórnarskrá

Að minnsta kosti þrjátíu týndu lífi þegar uppreisnarmenn gerður sjálfsmorðsárás í norðurhluta Íraks í morgun. Þetta gerðist skömmu áður en írakska þingið kom saman í Bagdad í dag til að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. >

Erlent

Impregilo byggir Sikileyjarbrú

Ítölsk stjórnvöld gengu frá samningi við verktakafyrirtækið Impregilo í dag um byggingu brúar frá Sikiley til meginlands Ítalíu. Þetta er fyrsta eiginlega landtenging Sikileyjar við meginlandið en brúin verður lengsta hengibrú í heimi. >

Erlent

Þrjátíu biðu bana í Tal Afar

Þrjátíu verðandi hermenn biðu bana í sjálfsmorðsprengjuárás í borginni Tal Afar í Írak í gær. Sátt virðist vera að skapast á milli stjórnmálamanna um stjórnarskrárdrög landsins.>

Erlent

Prófsteinn á lýðræði og frið

Þjóðaratkvæðagreiðslan um drög að stjórnarskrá Íraks á laugardaginn getur ráðið úrslitum um hvort hægt verði að koma á friði og réttlæti í þessu stríðshrjáða landi. Þjóðfélagsleg sundrung gefur hins vegar ekki tilefni til mikillar bjartsýni.>

Erlent

Hagnaður Apple fjórfaldast

Hagnaður Apple fjórfaldaðist á síðasta ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra en hagnaður fyrirtækisins nam 26 milljörðum íslenskra króna. Ástæða góðs gengis er án efa góð sala á iPodinum svokallaða en fyrirtækið seldi 6,5 milljónir tækja af þessu tagi á tímabilinu. Tekjur Apple voru samt sem áður minni en sérfræðingar á Wall Street höfðu búist við og gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 10% eftir að hagnaðartölur birtust. >

Erlent