Erlent

Aldrei meiri skötuselsafli

Rúmlega 3200 tonn veiddust af skötusel í lögsögu Færeyja í fyrra og hefur aflinn aldrei verið meiri. Þetta er um það bil helmingi meira en veiði Íslendinga en fiskveiðiárið 2003 til 2004 var skötuselsafli íslensku skipanna rúm 1.700 tonn Skötuselsveiði Færeyinga hefur aukist á síðustu árum og hefur aflinn verið meiri en 2.000 tonn á hverju ári frá árinu 1998.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×