Erlent

Öflugur eftirskjálfti í Pakistan

Öflugur eftirskjálfti reið yfir Islamabad, höfuðborg Pakistan í gærkvöld, fjórum dögum eftir að jarðskjálfti upp á 7,6 á richter varð að minnsta kosti 40 þúsund manns að bana í landinu. Eftirskjálftinn stóð yfir í nokkrar sekúndur en ekki er vitað hversu sterkur hann var, né heldur hvort hann hafi ollið skemmdum eða manntjóni. Skjálftinn á laugardag lagði heilu bæina í rúst, flesta í Kasmírhéraði en milljónir manna eru nú heimilislausir. Yfir 30 lönd taka þátt í hjálparstarfi og hefur hundruðum milljóna verið varið til að koma lífi í eðlilegt horf á hamfarasvæðunum sem fyrst.  Pervez Musharraf forseti Pakistan, hefur beðið alþjóðasamfélagið um meiri aðstoð vegna hamfaranna þar á dögunum en hann sagði hörmungarnar meiri en stjórnvöld fengju ráðið við. Musharraf viðurkenndi að hjálpar- og björgunarstarf gengi illa en bað landsmenn um að sýna umburðarlyndi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×