Erlent

Stappaði stálinu í menn sína

George W. Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði bandaríska hermenn í Tikrit í Írak í gær í gegnum myndsíma frá Hvíta húsinu en búist er við að þeir muni hafa í nógu að snúast vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar á morgun. „Við höfum hrint nokkru af stað sem ekki verður stöðvað og það er leiftursókn lýðræðisins," sagði Bush við menn sína. Eftir að þjóðarbrotin í Írak komust að samkomlagi um hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni í vikunni hafa líkurnar aukist á að drögin verði samþykkt á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×