Erlent

Tusk eykur forskotið á Kaczynski

Frjálshyggjumaðurinn Donald Tusk hefur aukið forskot sitt á keppinautinn um pólska forsetaembættið, íhaldsmanninn Lech Kaczynski, upp í tólf prósentustig, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. Úrslitaumferð forsetakosninganna, þar sem valið stendur á milli þeirra tveggja, fer fram 23. þessa mánaðar. Samkvæmt könnun OPOP, sem birt var í blaðinu Fakt, mælist fylgið við Tusk 56 prósent en við Kaczynski 44 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×