Erlent

Tala látinna komin í 25 þúsund

Hjálparstarf á skjálftasvæðunum í Pakistan gengur erfiðlega, þar sem aðstoð og hjálpargögn berast seint. Stjórnvöld í Pakistan greindu frá því í morgun að minnst tuttugu og fimm þúsund manns hefðu farist í hamförunum. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og hvatti hana til að sýna einingu á þessum erfiðu tímum. Hann þakkaði alþjóðasamfélaginu fyrir þá aðstoð sem þegar hefði borist til landsins, og þakkaði hann sérstaklega forsætisráðherra Indlands í því smabandi. Talið er að 3,3 milljónir manna eigi nú um sárt að binda vegna jarðskjáltans, sem varð í Pakistan á laugardag, en víða hefur fólk bæði misst heimili sín eða nána ættingja. Á mörgum stöðum ríkir mikið ófremdarástand þar sem heilu bæirnir og þorpin eru í rúst. Stjórnvöld í Pakistan hafa staðfest að minst 25 þúsund hafi farist í jarðskjálftanum, en óttast er að sú tala eigi eftir að hækka mikið á næstunni, þar sem margir eru enn grafnir undir rústunum. Meira en sextíu þúsund manns slösuðsust, þar af margir alvarlega. Hjálpargögn og aðstoð berst nú víða að og eru þúsundir hermanna og björgunarsveita að störfum. Pakistanar hafa þegar fengið 350 milljónir bandaríkjadala í aðstoð frá ýmsum ríkjum, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×