Erlent

Muntefering varakanslari

Franz Muntefering, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins, verður næsti varakanslari Þýskalands, að því er Reuter-fréttastofan greindi frá í morgun. Hann mun gegna embættinu undir forystu Angelu Merkel, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem sest í stól kanslara og tekur við af Gerhard Schröder. Schröder tilkynnti í gær að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum og að ekki kæmi til greina að hann tæki sæti í stjórn Merkel. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna hefjast innan tíðar. Hvorugum flokknum tókst að tryggja sér meirihluta á þingi í kosningum til þýska sambandsþingsins í síðasta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×