Erlent

Tímósjenkó vinsælust

Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, hefur yfirgnæfandi forskot í nýrri skoðanakönnun um vinsældir frambjóðenda til þingkosninga. Tímósjenkó var einn nánasti bandamaður Júsjenkós forseta í appelsínugulu byltingunni en hann lét hana nýlega segja af sér vegna meintrar spillingar ríkisstjórnar hennar. Talið er að það yrði talsvert áfall fyrir Júsjenkó ef Tímósjenkú ynni sigur í fyrirhuguðum þingkosningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×